Dagur #15. Óvissa

Vöknuðum einhvern tímann um morguninn við morgunmat, tveir tímar í lendingu í Abu Dhabi. Ótrúlegt hvað manni fannst stutt eftir. Stórskrítnar pönnukökur, litlar og hnausþykkar í morgunmat, sá eftir að hafa ekki beðið frekar um eggjaköku með osti, sem einnig var í boði. Jógúrtið, með hunangskeim og fersku ávextirnir voru samt fínir.

Lent í Abu Dhabi, hálfsúrt að lenda tvisvar þar en geta samt eiginlega ekki sagst hafa stigið á asíska grund þar sem flugvöllurinn er jú alþjóðlegt svæði. Tókum völlinn ágætlega út í fyrra skiptið þannig að eftir að hafa velt fyrir okkur hvort við ættum að fara eitthvað í lounge sem við áttum rétt á (samt ekki glerfína Etihad lánsið) ákváðum við að fara frekar út að hliði og eiga fínheitin eftir ef fluginu seinkaði.

Leist ekkert á að flugi til Dublin hafði samkvæmt töflunni verið frestað um heila 24 tíma!

Komumst í frítt net úti við hlið eins og í fyrra skiptið, hvernig væri nú að fleiri flugvellir tækju þetta upp? Alveg er ég handviss um að vestrænn flugvöllur sem tæki upp á að gefa netaðgang myndi snarhækka á vinsældaskalanum. Tókst að skrifa status á fb sem bróðir minn misskildi sem svo að við yrðum væntanlega föst þarna í Abu Dhabi.

Við hliðið var hins vegar fljótlega hleypt inn og rifið af brottfararspjaldi, gerði mann pínu bjartsýnni. Sá hins vegar á yr.no að Keflavíkurflugvelli yrði væntanlega lokað um morguninn. Urðum síðan þokkalega vongóð þegar okkur var hleypt út í vél. Fyrir framan okkur á ganginum var gersamlega pissfullur náungi, hékk ekki á löppunum, datt á vesalings fólkið sem gekk fyrir framan hann. Sem betur fer sat hann ekki sérlega nálægt okkur, sáum hann samt. Varaði flugfreyjurnar við honum og fékk þakkir fyrir. Vélin gersamlega troðfull, ekkert hægt að komast í tómar sætaraðir til að leggja sig. Magnað að þegar þarna var komið fannst okkur 8 tíma flugið sem framundan væri hreint ekkert langt, miðað við 15 tíma var það auðvitað alveg rétt. Já við flugum semsagt af stað vesturúr.

Sofnuðum fljótlega eftir hmm, morgunmat? Nei, kvöldskatt var það víst í þetta sinnið.

0 Responses to “Dagur #15. Óvissa”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

júní 2010
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: