Dagur #15 Lagt af stað heim

Ætluðum að reyna að sofa út en auðvitað tókst það ekki, heimleiðin leit ansi illilega út fyrir að verða erfiðari en leiðin út, fyrir utan að vera að fljúga á móti háloftavindum þannig að langa flugið yrði 15 tímar í stað 14 á útleiðinni, ja þá var náttúrlega málið með Eyjó gamla og öskuspána. Skrifaði á smettið að mér litist lítið á öskurspá dagsins. London lokað á mánudag fram á þriðjudag og svo myndi Kef loka á þriðjudaginn. Úff.

Allavega, síðasti morgunmatarskammturinn á hótelinu, í boði Kjartans reyndar, ekki veit ég hvers vegna okkur var ekki skammtaður morgunmatarmiði fyrir brottfarardegi en einhverja morgna hafði Kjartan ekki notað sína (hann þurfti alltaf að mæta á einhverja fundi í bítið en ekki við). Fékk mér ristað brauð með sultu, (eftir enska morgunmatinn sem var standard), ég held þetta sé fyrsta skipti sem ég borða ristað brauð með sultu í áratugi. Það er að segja þegar enginn ostur er með. Ástralir eru ekki mikið fyrir osta hvað þá skinku eða annars konar kjötálegg í morgunmat, finnst það út í hött. Skrítið.

Upp að pakka, reyndum að ferðast sem allra léttast inn í vél auðvitað. Höfðum alveg 2 tíma í pakk, tók auðvitað ekki nema kortér, nýttum tímann sem við áttum eftir á netinu og drifum síðan í að skrá okkur út. Hafði hringt eitt innansvæðissímtal, ekki kostaði það nú mikið, heil 90 sent.

Tókum leigubíl út á völl, munaði nánast engu að gera það eða taka hótelskutlu. Hinn almennilegasti bílstjóri, bauð okkur upp á hraðbrautina (dýrari kostur) eða íbúðahverfi, við vorum ekkert að flýta okkur þannig að við tókum ódýrari kostinn. Komum í góðum tíma á völlinn, ekki kunna Ástralir enn á innritunarsjálfsala en röðin var ekki löng þegar hleypt var að.

Fína gengið á fyrsta og viðskiptafarrými fékk rauða og gyllta dregla og mikið fínni biðraðastaura og –snúrur en við hinir ræflarnir auðvitað.

Í vegabréfaskoðuninni þurfti ég að segja Eyjafjallajökull fyrir stúlkuna á vaktinni, ég veit ekki hvort hún hefði hleypt mér út annars.

Ekkert sérlega margt fólk í flugstöðinni, við fundum flugvallarveitingastað með alveg gríðarlega þægilegum stólum. Hlömmuðum okkur auðvitað þar, keyptum eitthvað smotterí og treindum þar til við sáum að hliðið hafði verið opnað.

Jón Lárus
ég

Miðað við stærðina á vélinni leist mér ekkert illa á að það yrði gott pláss í vélinni en það reyndist síðan aldeilis ekki, því miður. Nánast fullsetin vél, enginn séns á að geta lagt sig neitt. Súrt að hljóðið var bilað í afþreyingarkerfinu bæði í mínu sæti og Jóns, þannig að við gátum ekki horft á neinar myndir eða þætti.

flugvélin

Leggurinn: Sydney-Alice Springs-Singaraja-Jakarta-Kuala Lumpur-Bengaluru-Abu Dhabi. Steinsofnuðum bæði, þrátt fyrir leiðindagaura fyrir aftan okkur sem hlógu hástöfum og fífluðust, hentu milli sín koddum og fleira löngu eftir að ljósin höfðu verið slökkt í vélinni. Óþolandi lið.

0 Responses to “Dagur #15 Lagt af stað heim”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

júní 2010
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: