Dagur #14. Síðasti heili dagurinn.

Vöknuðum um hálfsjö, kíkti á símann minn og Freyja hafði sent sms, alveg alsæl með kengúrumyndina. Vel þess virði að hafa farið í garðinn bara fyrir þetta Awwwwww! sms. Maður var nú farinn að hlakka allrækilega til að sjá krakkana aftur.
Ekki get ég sagt að við höfum ekki verið farin að vera oggulítið stressuð um hvort við gætum flogið alla leið heim daginn eftir (já og þar á eftir). Búin að vera að sjá “cancelled” merkingar á fluginu á vellinum heima. Leist allavega lítið á að teppast í Abu Dhabi, en London leit nú út fyrir að vera opinn.
Jón Lárus skokkaði út að höfn og hringinn í kring um óperuhúsið, alveg væri ég til í að vera bitin af svona skokkbakteríu en því miður er ég víst alveg laus við það. Eftir morgunmat drifum við okkur út á markað og keyptum smá nammi og síðustu gjafirnar handa krökkunum ásamt að taka nokkrar myndir, sá svo eftir myndatökuna að það mátti víst ekki taka myndir þarna inni. Hvers vegna veit ég ekki, ekki mikið um hernaðarleyndarmál þarna.


Flott fiskborð


Þarna er eins gott að passa puttana, þó krabbarnir séu bundnir saman er fólk varað við að taka þá sjálft, maður á að biðja um aðstoð.

Tókum síðan monorailhring (einteinungur sem gengur hringinn í miðbænum, samt ekki út að Circular Quay), út á næstu stöð við Sjóminjasafnið. Jón hafði frétt af vínsmakki í flottri búð ekki langt frá Darling Harbour. Fórum þangað en smakkið reyndist ekki sérlega spennandi, japanskt smakk, alveg 2 hvítvín og annað eins af rauðu en heill hellingur af saketegundum. Leist lítið á það, smökkuðum þessi 4 léttvín og löbbuðum svo aftur í bæinn.

Þarna sáum við samt gígantíska flösku af Chateau d’Yquem sætvíni, þessi myndi örugglega duga sem desertvín í 100 manna veislu.

Í austurlenska smakkpakkanum áttum við eftir Víetnam. Á einu litlu svæði rétt hjá hótelinu okkar fundum við eina 5 víetnamska staði – leist ekki sérlega vel á 3, einn var stappfullur þannig við bökkuðum út en í þeim fimmta var pláss. Skemmst frá því að segja að þarna var einn albesti matur sem við höfum fengið alla ferðina, Thit kho to. Svínakjöt í karamellusósu, trúið því eða ekki. Segi ekki að það slái út kengúruna og krókódílinn daginn áður en þetta var alveg ótrúlega gott. Þegar búin að finna uppskrift til að prófa, netið rokkar.

Hótel í smástund, tékklistinn yfir það sem við ætluðum að gera var nánast fullviðmerktur þannig að nú var bara spurning um að rölta út og njóta lífsins. Fórum út í Hyde Park sem er taaaaaaaalsvert mikið minni en nafni hans í London, lögðumst þar í grasið í sólinni með bækurnar okkar. Held við höfum náð að vera svona hálftíma í garðinum áður en okkur var orðið of kalt (tíminn er samsvarandi miðjum nóvember hérna).

„Nóvember“ eður ei, nóg af blómstrandi plöntum samt:

Gengum svo bara um í góða stund, keyptum okkur brauð og smotterí til að eiga uppi á hóteli í kvöldmatinn. Smástund þangað þar til tími var kominn til að klára tékklistann – út í garð hjá lestarstöðinni og reyna að sjá Suðurkrossinn.
Það gekk upp, þó garðurinn væri nú full vel upplýstur fyrir stjörnuskoðun. Hefði verið best að sjá stjörnur uppi í Bláfjöllum en það kvöld var því miður skýjað, frekar súrt.
Hótel, kvöldmatur á herberginu og smá net – Jón Lárus fylgdist með tímatökum í Formúlunni á netinu. Sofa.

Myndirnar í þessari færslu eru ekki alveg af venjulegum kaliber, ég er ekki búin að fá iPhoto upp aftur né neitt annað myndvinnsluforrit og hlóð bara smámyndum inn á Flickr. Þarf að kíkja á þetta betur…

2 Responses to “Dagur #14. Síðasti heili dagurinn.”


  1. 1 ella 2010-06-9 kl. 13:01

    Gaman að fá að lesa þetta hérna, maður er nú ekki alla daga á röltinu í Sidney

  2. 2 hildigunnur 2010-06-14 kl. 19:50

    Það segirðu satt!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 365,947 heimsóknir

dagatal

júní 2010
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: