Dagur 12. Bláfjöll

Þennan dag skyldi smalast upp í lest í tvo tíma og Bláfjöll staðarins, Blue Mountains, heimsótt. Þau bera nafnið af algerlega óskyldri ástæðu og Bláfjöll Íslands, hinum bláleitu Eukalyptustrjám sem vaxa þar úti um allt. Reyndar eru það eiginlega dalirnir frekar en fjöllin sjálf sem eru bláir.

En best að fara ekki fram úr sér, lestarferðin var svo sem ekki viðburðarík, við sáum meira út úr efri hæðinni á tveggja hæða lestinni en ég var hrædd um, munandi eftir löngum lestarferðum í Evrópu þar sem ekkert sást út um gluggana nema tré nánast alla leiðina. Útsýnið reyndist oft á tíðum ljómandi fallegt þó ekki í bæjunum þar sem lestarteinarnir liggja iðulega gegn um iðnaðarhverfi, hafi maður séð umhverfi lestarstöðvar teinamegin einhvers staðar hefur maður séð þau öll.

Komum upp í Leura í Blue Mountains upp úr ellefu, þar tók maður að nafni Paul Simpson á móti okkur og keyrði á kaffihús þar sem við áttum stefnumót við Jo Truman, kærustuna hans. Þetta fólk höfðum við semsagt hitt á tónleikum sunnudaginn áður og tekið tali. Hann er músíkáhugamaður mikill en spilar ekki sjálfur, snemmeftirlaunaður, hún talsvert þekkt söngkona í nútímatónlist, bjó og vann lengi vel í Evrópu en saknaði heimalandsins og flutti til baka fyrir fjórum árum. Þau höfðu boðist til að fara með okkur í túristaferð um helstu staði á þessu svæði í Bláfjöllum.

Jo

Paul

Eftir kaffið þeirra og tebollann minn á kaffihúsinu lögðum við í hann. Kíktum reyndar fyrst í ógurlega skemmtilega litla bóka- og diskabúð, Paul benti mér á disk með verkum Zoltán Kodály, alveg án þess að vita hvað ég held mikið upp á hann – keypti diskinn prontó, keyptum líka kort með mynd eftir Jo, hún selur svona kort í þessari búð og reyndar víðar á svæðinu. Síðan tók the bush við.

skógarstígur

Gengum góðan spöl út í skóginn þar til allt í einu blasti við risastórt gljúfur fullt af skógi, fengum sögur af því að fólk hefði týnst þarna og því trúi ég bara ansi hreint vel. Rosalegar vegalengdir og trén há þannig að engin leið að oríentera sig. Það er víst hægt að fá einhvers konar gps beacon til að láta vita af sér ef maður týnist en ekki allir hafa vit á því. Frekar en að allir hafi vit á því að vera almennilega búnir á hálendi Íslands. Venjuleg gps tæki virka ekki sérlega vel þarna undir trjákrónunum.

dalir

Allt fullt af eukalyptustrjám og tetrjám og auðvitað alls konar öðrum plöntum, til dæmis þjóðarblómi Ástrala. Það má sjá hér ásamt lýsingu:


(tekið skal fram að þetta er ekki eðlileg rödd Pauls heldur er hann hér að ýkja ástralska hreiminn…)

Keyrðum aðeins lengra og fórum þar á meiri túristastað, Echo Point, náðum smá ekkói, þar var allt morandi í túristum hins vegar. Samt flott. Einn útsýnisstað í viðbót sáum við, nánast ekkert fólk þar á ferli, þar var líka túristasenter með sögu fjallanna, skemmtilegt að lesa. Kom mér verulega á óvart að það er svo mikil mengun í vatninu alla leið þarna uppfrá að það er engan veginn óhætt að drekka vatn úr ám eða lækjum án þess að sjóða það og setja hreinsitöflur. Mikill er máttur mannsins!

Þetta er mikið skógareldasvæði, Jo og Paul útskýrðu fyrir okkur að eukalyptustrén spreyi um sig olíu þannig að þegar eldur kviknar er eldsmatur gríðarmikill, jafnvel loftið fyrir ofan trén logar. Þess vegna getur eldurinn farið fáránlega hratt um og fólk þarf að vera mjög svo vart um sig á svæðinu. Sumar plönturnar þarna hreinlega þurfa eld til að geta fjölfaldað sig, það er alveg magnað.

Hafði vonast til að koma auga á kengúrur en þær var hvergi að sjá. Þær eru víst feimnar og hvekktar á mannfólkinu (sló óvart inn mannfólinu og var alvarlega að hugsa um að láta það bara standa) þarna að maður þarf að vera mjög heppinn til að sjá þær. Það er víst reyndar öðruvísi innar í landinu, í Canberra og á sléttunum til dæmis en þangað komumst við ekki. Leit út fyrir að við myndum bara ekki sjá eina einustu kengúru í ferðinni. Ekki gott.

Fórum og fengum okkur hádegismat á sveitakrá, hrikalega góða borgara og ekki síðri ís, við laumuðumst til að borga hádegismatinn fyrir gestgjafa okkar, við hávær mótmæli þeirra þegar þau föttuðu það. En minna gat maður nú ekki gert!

Í lok heimsóknarinnar fórum við öll heim til Paul, hlustuðum á frábæra músík í tja kannski bestu græjum sem ég hef séð í heimahúsi, SuperAudiodæmi. (hmm svona þegar ég hugsa út í það þá minnir mig að heimabíómagnarinn okkar ráði við SuperAudio – en væntanlega eigum við ekki diskaspilara, þarf að tékka á því hvort þarf sérstaka spilara eða hvort magnarinn sé aðalmálið). Lýsti fyrir okkur hátölurum frá sama fyrirtæki og magnarinn okkar (Musical Fidelity, breskar græjur) sem væru víst æðislegir en kostuðu “bara” rúmlega 12.000 pund. (sirka tvær og hálf milljón). Ég myndi kaupa mér nýrri bíl ef ég ætti tvær og hálfa…

Paul og Jo keyrðu okkur svo í veg fyrir lestina og við kvöddum þau með virktum, ég sendi þeim síðan diska með íslenskri tónlist (reyndar akkúrat búin að útbúa pakkann – fer í póst á morgun).

Takeout á malasískum veitingastað og upp á herbergið okkar kalda og klakafulla. Náðum nú samt strax upp hita. Ferðasaga, net og sofa.

3 Responses to “Dagur 12. Bláfjöll”


  1. 1 Guðlaug Hestnes 2010-06-2 kl. 22:52

    Er enn að lesa og líkar vel. Mikið ertu lík henni mömmu þinni, mér finnst ég vera að horfa á hana eins og hún var á þínum aldri. Kveðja í bæinn, Guðlaug Hestnes

  2. 2 hildigunnur 2010-06-3 kl. 00:01

    Jamm, ég get reyndar vel séð það á myndinni af mér í færslunni á undan allavega 🙂


  1. 1 Day #13. Finally kangaroos! « computernerd composer Bakvísun við 2010-08-17 kl. 23:12

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

júní 2010
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: