Dagur #9. Fyrsti í túrist

Góð tilfinning að vakna og þurfa hvergi að mæta yfir daginn, geta bara gert það sem manni sýndist. Vorum reyndar bæði frekar illa haldin af harðsperrum eftir brimbrettið daginn áður. Hittum slatta af hátíðargestum í morgunmatnum en þeir voru nánast allir á leið heim, allir töluðu þeir líka um að vonast til að komast heim fyrir eldgosi.

Eftir morgunmat og smá netinnlit lögðum við í hann, markmiðið var Harbour Bridge, Óperuhúsið og Grasagarðurinn. Byrjuðum á brúnni, tók um klukkutíma að ganga þangað, reyndar með góðum stoppum, til dæmis Queen Victoria Building, hrikalega flottum búðakjarna, sáum þar skó sem mig dauðlangaði í (veit reyndar ekki hvenær ég hefði átt að ganga í þeim eða hvort ég eigi nokkurn skapaðan hlut sem passi við þá), en þar sem þeir kostuðu 600 ástralíudollara eða um 72 þúsund krónur var það eiginlega frekar langt út úr myndinni.

Margt mjög flott þarna í kjarnanum, steindir gluggar (sjá flickr síðuna) og æðisleg klukka sem sýndi dag, mánuð og ár í viðbót við tímann og svo var skip sem sigldi í kring um klukkuna, um öll heimsins höf. Klikkað flott.

klukka

Brúin klikkaði heldur ekki á því að vera glæsileg, milli brúarstólpa eru 500 metrar en við gengum talsvert lengra en bara þann kílómetra fram og til baka, ekki hægt að koma upp hjá stólpunum. Frábært útsýni, tók nokkrar myndir af Óperunni og fleiru á leiðinni. Sáum hús sem ég gæti vel hugsað mér að hafa sem sumarhús – svona næst þegar við eigum svo sem eins og milljarð sem við vitum ekki hvað við eigum að gera við.

húdið

Niður af brúnni, fengum okkur að borða á þaki veitingahúss í The Rocks með útsýni yfir höfnina og óperuhúsið. Steikur á tídollar, reyndust risastórar, með frönskum, klettakáli með balsamediki og unaðslegri sveppasósu, héldum að við værum að kaupa okkur eitthvað smotterí en þetta snarbreyttist í aðalmáltíð dagsins. Gátum hvorugt klárað steikina, ekki boðið upp á neina hundapoka á staðnum, ekki séns að við létum henda þessum eðalsteikum þannig að við grófum upp hreinan plastpoka úr bakpokanum og pökkuðum þeim til síðari nota. Hefði heldur lítið litist á meltinguna í undirritaðri ef hún hefði étið allan þennan klump.

lunch

Gengið meðfram Hringlaga höfn (sem er reyndar langtífrá hringlaga) að Óperuhúsinu. Tók stutt vídjó af aboriginal að spila á didgeridooið sitt og henti síðan nokkrum smápeningum í töskuna hans. Fyndið þegar hann ropaði Thank you í hljóðfærið.

Áfram að Óperuhúsinu og hringinn í kring um það, hættum reyndar við að fara í göngutúrinn um húsið í bili, fannst of gott veður til að fara inn í rúman klukkutíma. 25° og sól er bara pottþétt hitastig fyrir mig, ekkert betra að hafa heitara. Spáð aðeins kólnandi seinnipart vikunnar þannig að við ákváðum að sniðugra væri að fara þá. Húsið var myndað í bak og fyrir, auðvitað.

óperuhúsið

Grasagarðurinn beið okkar hins vegar handan við hornið, þangað fórum við og sáum ótrúlega mikið af exótískum plöntum og þar fyrir utan fullt af leðurblökum, stór leðurblökubyggð í garðinum. Magnað. Tók heil ókjör af myndum þarna líka, verst að vera ekki með betri myndavél.

leðurblaka

Heim á hótel, reiknuðum út að gengnir hefðu verið amk. 10 kílómetrar þennan daginn, slatti af þeim tröppur þannig að ekki var alveg laust við að við værum orðin þreytt í fótunum. Dim sum og öðru kínversku smotteríi kippt með sem kvöldmat, kosturinn við að vera á hóteli í Kínahverfinu sá að alls staðar var spennandi take-out matur, dim sum var annar réttur sem við þekktum bara úr Restaurant City. Óhemju gott að koma inn, ég fór í náttfötin og upp í ból að skrifa ferðasögu þó klukkan væri ekki nema sex. Fór svo nánast ekkert úr rúminu, kíktum á netið og fengum okkur smá ost og rauðvínsglas. Bara gott. Héldum okkur vakandi til klukkan 11 og hrundum svo út.

Hef annars steingleymt að setja hér inn stefið sem ABC classic útvarpsstöðin (klassíska deild stærstu útvarpsstöðvar í Ástralíu) notaði í upphafi útsendinga – stöðin tók upp alla tónleikana á hátíðinni, sumir voru sendir beint út, aðrir síðar, frábær stuðningur við svona hátíð.

Þræltöff stef, hlustið bara:
ABC ISCM theme by cyradis

1 Response to “Dagur #9. Fyrsti í túrist”Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

maí 2010
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: