Dagur #3 Syfja

Ég hreinlega átta mig engan veginn á hvenær þriðji maí hætti og sá fjórði byrjaði, þeas hvaða tíma ég ætti að miða við. En einhvern tímann nætur svissaði nú yfir.

Þessi leggur var nokkurn veginn svona:
Abu Dhabi-Muscat-Goa-síðan sveigt fram hjá indónesískri lofthelgi af einhverjum ástæðum-norðaustur Ástralía-Sydney. Flugum nánast beint yfir Uluru (Ayer’s Rock) en það var kolniðamyrkur þannig að við hefðum ekki séð hann þó við hefðum verið vakandi.

Horfði á Sound of Music, hef ekki horft á þá gömlu mynd í örugglega 30 ár – held eiginlega að mér þyki okkar Borgarleikhúsútgáfa bara betri ef eitthað. Góð aðferð samt til að eyða þremur tímum af þessum 14. Ein bók kláruð og byrjað á annarri.

Eitthvað hafði klikkað í talningunni á morgunmatnum, það vantaði eina 2 bakka og auðvitað var það ég sem lenti í því – fékk bakka ætlaðan starfsmanni og engan heitan – eða þó, fékk reyndar heita ávaxtaköku, mjög góða en undarlega sem morgunmat. Jón Lárus gaf mér svo helminginn af sínum heita bakka.

Lent í Sydney, nokkuð áfallalaust gegn um vegabréfaskoðun og toll, leigubíll niður á hótel, frekar sjabbí en unaðslegt að komast í sturtu og hrein föt! Kvöddum Kjartan sem var á leið á fund, lögðum okkur í örstutta stund, ætluðum að reyna að halda út eins lengi og hægt væri yfir daginn, Einhver nettenging var í herberginu en mér tókst ekki að tengjast við innskráningarsíðuna, og svo virkaði fína adapter græjan ekki fyrir tengilinn á tölvu bóndans (MUU) pinnarnir á klónni voru of sverir. Netið á herberginu var síðan rándýrt, lúshægt (11 MB á sek) 20 ástralskir dollarar per sólarhring. Ætli Ástralir viti ekki hvað hotspot er, annars? Þessi netþjónusta virðist vera víða á hótelum og ef hótelið er dýrara þá er netþjónustan líka dýrari.

En röfl búið. Eftir þessa smáhvíld skoðuðum við kortið og röltum okkur síðan út og að við héldum í áttina að höfninni. Sólin í norðri snarruglaði okkur hins vegar, fórum í rammvitlausa átt og áttuðum okkur ekki á því fyrr en eftir nokkur hundruð metra. Niður að óperuhúsi voru um tveir og hálfur kílómetri þannig að mér leist ekkert á að labba kannski 6 km svona dauðþreytt, við fórum aftur á hótelið, náðum í allar hátíðarupplýsingarnar og eyddum dágóðum tíma í að skoða hvar atburðirnir væru. Langflestir voru í þokkalegu göngufæri, þar á meðal allir tónleikar dagsins. Þeir fyrstu áttu að vera klukkan eitt, þegar þarna var komið var klukkan um ellefu. Ákváðum að rölta á tónleikastaðinn, sem var tæpan kílómetra í burtu.

Á leiðinni svipuðumst við um eftir kjörbúð, í herberginu var ágætis ísskápur og gott væri að geta sparað að þurfa að fara út að borða tvisvar á dag. Á svæðinu var hins vegar afskaplega lítið um búðir, aðallega litlar austurlenskar búðir (fundum síðar út að við vorum í miðju kínahverfi Sydney), og nokkrar 7-11 búðir. Allt rándýrt.

Tónleikastaðurinn var fremur auðfundinn, þetta reyndist vera í Útvarpshúsi þeirra Ástrala. Vorum klukkutíma of snemma, settumst á kaffihúsið í útvarpshúsinu og fengum okkur sitt hvorn bjórinn.

Aðeins út aftur, þotuþreytan var við það að ná tökum á okkur.
Ég held að þessir tónleikar hafi verið mjög skemmtilegir, 21 örstutt píanóverk eftir jafnmörg tónskáld og flutt af jafnmörgum píanónemendum í Tónlistarháskóla Sydneyborgar. Við steinsofnuðum bæði, hinsvegar, þannig að við getum lítið sagt. Vona við höfum ekki hrotið – tónleikarnir voru í beinni útsendingu á klassísku rás útvarpsins.

Ákváðum að þetta þýddi ekki neitt, keyptum okkur eitthvað að drekka og tvö risastór kjúklingalæri á kínverskum skyndibitastað, fórum upp á hótel, borðuðum og ætluðum síðan að leggja okkur í 3 kortér. Kortérin breyttust í klukkutíma, vöknuðum aftur þremur tímum seinna, svo var spurning um að halda sér vakandi eins lengi og hægt væri fram á kvöld. Vorum hvorugt á því að gera neitt um kvöldið – ekki séns. Lágum bara uppi í rúmi og lásum þar til við ultum út af um hálfellefu um kvöldið.

8 Responses to “Dagur #3 Syfja”


 1. 1 ella 2010-05-20 kl. 10:11

  „held þeir hafi verið skemmtilegir“ 🙂 🙂

 2. 2 vinur 2010-05-20 kl. 10:15

  Já, þetta tekur á.

 3. 3 vinur 2010-05-20 kl. 10:15

  Æ, þetta var, ég Guðlaug Hestnes

 4. 4 Fríða 2010-05-20 kl. 10:31

  hahaha! Virðulegt tónskáld fer hinumegin á hnöttinn, þar á tónleika og sofnar! Á tónleikum … fliss

 5. 5 baun 2010-05-20 kl. 16:51

  Fínt að fá ferðasöguna svona í bútum, ég fylgist spennt með:)

 6. 6 hildigunnur 2010-05-20 kl. 16:57

  jámm, það myndi enginn nenna að lesa allar 24 síðurnar af þessu í einu – hvað þá að ég nenni að setja það upp með myndum og öllu 😀

 7. 7 beggi dot com 2010-05-24 kl. 11:20

  Síðan hvenær er 11 Mb/s lúshæg tenging?

 8. 8 hildigunnur 2010-05-24 kl. 19:27

  Beggi tja hún er náttúrlega alveg ágæt, ég var bara í fýlu út í þetta þarna 😛


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

maí 2010
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: