Dagur #2. Fluuuuug

Annar dagurinn hófst og endaði á flugi, tvö löng flug þann dag og ekki langur tími á milli. London-Abu Dhabi var “bara” 7 tímar, ansi mikil þrengsli þar sem vélin var nokkuð vel setin. Maturinn og þjónustan voru hins vegar alveg til fyrirmyndar, fengum matseðil og gátum valið þar úr þremur mismunandi aðalréttum, tveir forréttir (salat og rækjuréttur á hrísgrjónabeði – merkilegast að það var ferskt kóríander í grjónunum en svo lítið að ég gat samt borðað, allt hitt bragðið var svo gott að það yfirgnæfði sápubragðið), Jón Lárus og Kjartan völdu báðir kjúkling en ég lax, reyndar hikandi en sá ekki eftir því, laxinn var hárrétt eldaður, meyr og safaríkur með spínati og sítrónusósu og kartöflubátum. Aprikósuterta á vanillusósu í eftirrétt (nei, ekki vanillusósa á aprikósutertu). Já og það voru ekki plasthnífapör heldur stál – það hefur maður ekki séð lengi í flugi.

In-flight entertainment system (hvurn dauðann er það eiginlega á íslensku?) var á svipuðu róli og í Icelandair vélunum nema reyndar talsvert mikið meira úrval af myndum og sérstaklega sjónvarpsþáttum. Horfði á einn Bones þátt, aldrei séð þá áður þó ég haldi upp á Kathy Reichs. Hljóðið við skjáinn hans Jóns Lárusar bilaði, létum endurræsa kerfið hjá honum og þótti merkilegt að það var keyrt á Linux Red Hat. Hjálpaði hins vegar ekki upp á bilaða hljóðið, ég bauðst til að skipta við Jón þar sem ég ætlaði að leggja mig.

Í vélinni var svo möguleiki á hleðslu fyrir tölvur, reyndar ekki net – ég hefði samt ekki verið neitt sérlega hissa þó það hefði verið.
Nógu var dælt í okkur af vökva, vatn eins og hver vildi, safar og gos og vín og drykkir, höfðum nú samt vit á að kafa ekki djúpt í slíkt. Fékk mér samt eitt rauðvínsglas, helst til að hjálpa mér að sofna. Ég hef nú sofið betur í flugvél samt, ansi hreint óþægilegt þegar plássið er svona lítið.

Flugleiðin var nokkurn veginn: London-Búkarest-Ankara-Shiraz-Abu Dhabi. Ætli bandarísku flugfélagi hefði verið hleypt til að fljúga yfir Íran? Ekki er ég alveg viss um það.
Klukkan sjö um morguninn eða svo var aðflug að Abu Dhabi. Sáum manngerðu pálmablaðseyjuna í Dubai út um flugvélargluggann, þrátt fyrir heilmikið mistur. Magnað, þrátt fyrir ljóta sögu bak við það. Var því miður ekki með myndavélina uppi við, ræni hér einni af netinu.

Ákvað að þar sem klukkan heima væri 4 um nótt væri kannski ekkert sniðugt að senda statusupdate heim og hræða Fífu.
Flugstöðin í Abu Dhabi var líklega sú flottasta sem ég hef komið inn í. Allt í marmara og skreytingum og hvergi skítugt né druslulegt – sjálfkrafa sápuskammtari á klósettunum og meira að segja sturtað niður fyrir mann, ég veit reyndar ekki hvað ég var hrifin af því, er manísk með að vera búin að loka settinu þegar ég sturta niður.

Keyptum okkur vatn og kaffi og flögur í flugstöðinni, allt var frekar (ef ekki mjög) dýrt þarna, mér hafði verið sagt að það væri hægt að gera mjög góð kaup í gulli í Abu Dhabi en úr því við vorum ekki í neinum gullhugrenningum létum við innkaup alveg eiga sig þarna. Höfðum hneykslast á því að finna ekki opið net á kaffihúsi flugstöðvarinnar en síðan þegar við komum niður í biðsal var þetta fína ókeypis netsamband þar. Held nú líka að ríku olíufurstarnir hafi efni á að splæsa fríu neti á ferðalanga. (hmm ekki gera nú reyndar olíufurstarnir í Noregi það samt).

Umhverfið var sérkennilegt, allt gulgrátt, ég hef aldrei komið í eyðimörk áður. Endalaust sandrok úti um allt, reyndar mesta furða að það barst enginn sandur inn í flugstöðina.
Í inntékki í Sydneyvélina reikna ég með að minnst hafi verið um öryggisfanatisma í ferðinni – (fordómaviðvörun) væntanlega reikna þeir ekki með að neinn sprengi neitt hjá sér, þeir flytja slíkt út en nota ekki heima hjá sér.

Við Jón Lárus höfðum fengið sæti nánast aftast í Sydneyvélinni, aðeins stærri Airbusvél og við sátum í 45. röð við glugga og næst við.
Vélin ætlaði ekki að komast af stað í sandrokinu, fyrst biðröð, þá eitthvað tæknivesen (eins gott að maður er ekki flughræddur) og síðast meiri biðraðir.
Flugturninn er ansi flottur þarna:

Álíka mikið pláss milli sætaraða en þessi vél var ekki nándar nærri eins full. Ég dreif fljótlega í því, eftir að sætisbeltaljósið hafði verið slökkt, að veiða okkur miðjuröð til að geta lagt okkur, það reyndist sniðugt því ansi margir voru á höttunum eftir sama. Bjargaði þessari 14 tíma ferð algerlega. Fengum ágætis meðvind þannig að þessi töf í byrjun kom ekki að sök.

2 Responses to “Dagur #2. Fluuuuug”


  1. 1 Sigurbjörn 2010-05-19 kl. 09:29

    Heitir það ekki afþreyingakerfi?

  2. 2 hildigunnur 2010-05-19 kl. 09:35

    Jú getur verið. Man ekki eftir að hafa heyrt orðið samt.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

maí 2010
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: