ótrúlegur ignorans

Varð frekar hissa áðan, fékk komment á gríðarlega lítið virku ensku bloggsíðuna mína, færslu síðan í september síðastliðinn. Stelpugrey sem syngur í kór á Hawaii, kórinn syngur bara trúarlega (væntanlega þá kristilega) tónlist og ekki nóg með það, kórstjórinn heldur því fram að öll kórtónlist sem samin hafi verið sé trúarleg.

Uhh nei…

Þarf að finna einhver útvalin verk fyrir hana til að hlusta á, helst á ensku, ég hugsa að svona lokaður hugi geti ekki hugsað sér að láta kórinn sinn syngja á Öðrum Málum En Ensku.

6 Responses to “ótrúlegur ignorans”


 1. 1 baldur mcqueen 2010-04-8 kl. 23:32

  Gullfallegt verk sem þú vísar á (Syngur Sumarregn). Einhver „La double vie de Véronique“ fílingur í því (vona ég móðgi ekki).

  🙂

 2. 2 hildigunnur 2010-04-8 kl. 23:44

  Takk, haha nei langt frá því – flott músík í þeirri mynd 🙂 Þetta er fyrsti hittarinn minn sko, kominn út á þremur diskum í jafnmörgum löndum hingað til…

 3. 3 baldur mcqueen 2010-04-8 kl. 23:54

  Ég vona fleiri verk birtist á síðunni – nú eða til kaups á öðrum vettvangi. Leitaði að „Hildigunnur“ og „Runarsdottir“ en fann ekkert fleira.
  Ég hlóð niður verkinu, vona það sé í lagi? Skal borga uppsett verð ef ég finn möguleika á slíku.

  Hver er annars söngkonan og kórinn? Var að hlusta á þetta aftur og er mjög hrifinn (jafnvel þó Kristur komi þarna hvergi nærri).

  🙂

 4. 4 hildigunnur 2010-04-9 kl. 00:12

  Sjálfsagt mál bara – þetta er Hamrahlíðarkórinn og systir mín, Hallveig Rúnarsdóttir, diskurinn er Vorkvæði um Ísland og hann er til á tonlist.is, ekki held ég samt á gogoyoko ennþá. Þar er eitt annað lag mitt, Andvökunótt og svo á ég svo sem fleiri þarna úti. Stóra verkið mitt (útgefna, ég á svo sem fleiri) finnst hvorki á gogoyoko né tonlist.is, sýnist mér en amazon á það, hér – mæli með því 😉 Sýnishorn hér og hérna ef vilt.

  Hvorki tonlist.is né gogoyoko bjóða enn upp á leit eftir tónskáldum, þau eru svo popularmiðuð að þau sortéra eingöngu eftir flytjendum, ég veit að það stendur til bóta hjá gogoyoko.

 5. 5 baldur mcqueen 2010-04-9 kl. 16:29

  Bestu þakkir. Stóra verkið varð fyrir valinu 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.200 heimsóknir

dagatal

apríl 2010
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: