jáh

ferming yfirstaðin, gekk allt saman ljómandi vel.

Freyja fermdist í Hallgrímskirkju, bara ósköp falleg athöfn, ég var ánægð með ritningargreinina sem hún valdi (það sem þér viljið að aðrir gjöri ykkur skuluð þið og þeim gjöra), fermingarbróðir spilaði ógurlega vel á saxófón.

Svo heim og síðasti veisluundirbúningur. Að maður hélt. Búin að gera lista yfir það sem þyrfti að taka með á veislustað. Kristján Óli frændi, stjúpsonur Óla bróður hafði líka fermst um morguninn í Áskirkju, við slógum saman veislunum og vorum í safnaðarheimili Áskirkju. Hellingur og glás af veitingum enda þrjár fjölskyldur sem stóðu að börnunum.

Auðvitað þurfti svo að senda eina ferð til að sækja svosem eins og þrennt sem hafði gleymst/ekki athugast að þyrfti að taka með. (nýttist svo ekki nema einn hlutanna þriggja – og svo gleymdist sá, fíni Raadvad brauðhnífurinn okkar, þarf að tékka á honum á morgun).

Veislan tókst feikivel, þrjár vinkonur Fífu voru ómetanleg hjálp í eldhúsinu og framreiðslu, annars hefðum við þurft að vera á haus í að fylla á kaffikönnur og bæta við á kökuborðið.

Kökur, kökur, flatbrauð, kökur, tvær týpur af fermingartertum, tengdamamma gerði aðra týpuna og pabbi Kristjáns Óla lét gera hina (held ekki að þau hafi gert hana sjálf, má leiðrétta mig ef það er rangt)


Freyju kaka frá ömmu hennar


hér Kristjáns Óla


Freyju kaka frá Ingvari, pabba Kristjáns, og familíu


og svo Kristjáns Óla kaka frá sömu.

Nóg af fermingartertum. Fyrir utan nú peruterturnar, karamelluterturnar, súkkulaðihnetukökurnar, vorrúllurnar, kleinur og snúða, heitt brauð, flatkökur með hangikjöti (heimabakaðar sko!) laxarúllur og hvað veit ég, örugglega að gleyma einhverju. Ætluðum að hafa franskar súkkulaðikökur en þær náðu aldrei inn í ofn, hvað þá meira.

Freyja spilaði svo Á vængjum söngsins ásamt frænda sínum sem hoppaði inn í meðleik með þriggja daga fyrirvara. Glæsilegt.

Bóndinn bloggar svo líka um daginn hér.

Þreyttur, já, þreyttur núna!

7 Responses to “jáh”


 1. 1 Gurrí 2010-04-6 kl. 00:06

  Til hamingju með dóttluna og VÁ … hvað þetta eru flottar tertur!!!

 2. 2 hofilius 2010-04-6 kl. 00:08

  Til hamingju með flotta fermingarbarnið og daginn!

 3. 3 Björn Friðgeir 2010-04-6 kl. 07:35

  Til hamingju með dótturina!
  (já, vá, flottar tertur!!)

 4. 4 Harpa J 2010-04-6 kl. 22:04

  Til hamingju með dótturina og þetta allt saman!

 5. 5 ella 2010-04-7 kl. 00:31

  Jahérna hér hvað þetta er allt fínt. Innilegar hamingjuóskir.

 6. 6 Svanfríður 2010-04-7 kl. 13:27

  Til hamingju með dótturina.

 7. 7 vinur 2010-04-7 kl. 22:00

  Innilegar hamingjuóskir með dótturina. Kveðja í bæinn, Guðlaug Hestnes


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

apríl 2010
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: