Norvegur dagur #2

Föstudagurinn var aðallega afslöppun par excellence. Vaknaði reyndar hroðalega snemma, hvað er með þetta að vakna alltaf klukkan hálfsjö-sjö þó ég megi vel sofa út???

Gat svo reyndar sem betur fer sofnað aftur, hálftíu þegar ég rumskaði næst hljómaði talsvert mikið betur.

Maja fór að vinna um morguninn en Hrönn frænka tók sér frí, þannig að eftir sturtu og fótaferð stímdi ég þangað, hundurinn fékk að fara með. Fínheita morgunmatur og spjall þar til Hrönn þurfti að fara.

Hrönn
hér sést Hrönn á leið út, var boðið í helgarferð í spa í Krakow.

Fékk að kíkja aðeins í tölvuna hennar, aðallega smettið og tékka á póstinum. Hundarnir voru náttúrlega að gera mig vitlausa, Hrönn á hvolp sem þurfti voða mikið að leika við hund Maju og Steina, hlaupandi fram og til baka á stofugólfinu, ég endaði á að henda þeim út í garð (já það má þarna).

Svo mætti Maja á svæðið eftir vinnu, skiluðum hundi og fórum í göngutúr niður í bæ. Snjórinn var akkúrat að byrja að bráðna svolítið mikið þó enn væri nú hellingur af honum, ég hugsa að bærinn sé gríðarfallegur bæði vor, sumar og svo að vetrarlagi þegar er nýfallinn snjór – verð að fara aftur þangað síðar. Snjór sem er orðinn skítugur og drasl vetrarins farið að kíkja upp er ekki alfallegasta ástand bæja almennt.

Það var nú samt margt fallegt þarna:

höfnin
séð yfir höfnina í Grimstad.

Kíktum aðeins í Kringlu staðarins, ég þurfti auðvitað að fara í matarbúð, eitt það skemmtilegasta sem ég geri í útlöndum er að fara í matarbúðir og skoða hvað viðkomandi þjóð borðar. Rifjaði auðvitað upp heilmargt sem ég hafði haldið upp á þegar ég var úti á lýðháskóla fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna. Keypti smá úrval af norsku nammi til að taka með mér heim. Norskt nammi er nefnilega gott, betra en það danska að mínu mati.

Settumst á kaffihús, ég bara VARÐ að fá mér drykk sem hét varm karamel (heitt karmell?) Það var ekki vont, samt eiginlega eins væmið og það hljómaði.

karamelludrykkur
heitur karamelludrykkur

Heim, hittum Fivu, dóttur Hrannar og nöfnu Fífu minnar (og ástæðu fyrir hennar nafni, Fiva er tveimur árum eldri en frænka sín og við urðum ógurlega hrifin af þessu nafni þegar við heyrðum hvað litla frænka hefði verið skírð, ákváðum strax að ef við eignuðumst dóttur yrði hún skírð Fífa).

Steini beið okkar Maju svo heima með hrikalega góðan kjúklingarétt og rauðvínsglös, takk fyrir mig aftur, borðuðum og kíktum aðeins á sjónvarpið, Norske talenter – norska útgáfan af Britain’s got Talent og spjallþáttur og svo bara spjalla frameftir kvöldi og hlusta á tónlist.

Maja
Maja föðursystir.

Það eru nærri tíu ár síðan ég kom síðast til Noregs, Hljómeyki fór á stórt norrænt-balkneskt kóramót sem fulltrúi Íslands, Finnur fór með, alveg þriggja mánaða gamall (hmm, þarf eiginlega að finna myndina sem var tekin af honum, liggjandi í kerrunni sinni með sólgleraugu, hrikalegur töffari).

Allavega var yndislegt að kíkja í heimsókn til frændfólksins, kærar þakkir fyrir mig og ég kem áreiðanlega aftur.

2 Responses to “Norvegur dagur #2”


  1. 1 Toggi 2010-03-24 kl. 10:17

    Skemmtileg ferðasaga. Leiklistarnördið ég sperrir auðvðitað eyrun þegar örnefnið Grimstad heyrist, því þar komst Ibsen til manns, starfaði sem aðstoðarmaður apótekara og skrifaði sitt fyrsta leikrit. Það hlýtur að vra Ibesen-safn á þessum slóðum.

  2. 2 hildigunnur 2010-03-24 kl. 11:43

    hei jú jú, það er Ibsensafn en ég fór reyndar ekki þangað. Löbbuðum fram hjá húsinu þar sem hann bjó.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

mars 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: