Noregur dagur #1

Jæja – hrikalega er maður nú orðinn slappur á blogginu. Hefði ekki trúað þessu upp á mig.

Byrja nú samt á smá ferðasögu hér, eins og sumir lesendur vita væntanlega, þá fór ég til Noregs til að hlusta á Guðbrandsmessuna mína flutta í tvígang í nágrenni Kristiansand, í miðju biblíubeltinu alveg syðst í Noregi.

Ég held ég byrji þessar ferðafærslur alltaf eins, vaknað eldsnemma, tók til bakpokann með tölvunni, var nærri búin að gleyma flugfreyjutöskunni en var minnt á, fann nánast ætan banana í skápnum (finnast þeir óætir um leið og þeir verða of dökkgulir, í raun áður en komnir eru svartir blettir), sæti kallinn minn keyrði mig út á völl, þar fastir liðir eins og venjulega, heitt súkkulaði (drekkandi frá Kaffitári ef maður sleppir þeytta rjómanum) og croissant með skinku og osti og kók, langaði reyndar ekkert í kókið þegar til kom, setti ofan í bakpoka.

Fór í bókabúðina á vellinum, keypti danskt blað í vélina, gleymdi hins vegar að kaupa stílabók sem ég hafði ætlað til að krota niður ferðasögu, fann ekki mína. Nennti ómögulega aftur í bókabúðina, ákvað að ég hlyti að fá svona í bókabúð á Gardermoen.

Noise cancelling heyrnartólin mín svínvirka í flugvélum, taka dyninn niður um allan helming. Ég fékk þau reyndar fyrst ekki til að virka með tölvunni og var orðin pínu pirruð en þá voru þau bara dottin úr sambandi heyrnartólamegin.

Flugið fínt, var ekkert svöng eftir súkkulaðið og smjörhornið þannig að ég borðaði ekki nestið mitt. Kom sér ágætlega, á Gardermoen var bara hægt að kaupa samlokur á sem svaraði 2000 kalli íslenskum. Já neitakk! Vonandi yrði ekki allt svona dýrt alla ferðina. Nestið og kókið sem var búið að hristast í töskunni minni frá Íslandi var bara fínt þarna meðan ég beið eftir vélinni til Kristiansand.

Fann engar stílabækur í bókabúðinni á Gardermoen en ég hugsa þið hefðuð séð kvikna á ljósaperunni yfir hausnum á mér þegar ég kveikti á því að ég var jú með tölvu – í tölvu eru oftast nær ritvinnsluforrit. Jahá.

Tvöfalt rugl í innritun, fyrst sá ég ekki mun á 0 og O á miðanum mínum þannig að vélin virkaði ekki, fór svo á næsta Baggage Drop – það reyndist ekki SAS heldur eitthvað norwegian.no flugfélag. Tók svo eftir núll-O ruglinu þannig að innritunarvélin virkaði. Þurfti að skrá töskuna mína inn með fingrafaraskanna í baggage drop, frekar fúlt að láta taka af sér fingraför en svo sem ekki mikið annað að gera.

Komin inn settist ég á kaffihús með innstungum fyrir tölvuna, ætlaði að sjá hvort ég kæmist á netið en það þurfti að kaupa netaðgang (nískupúkar!) Reyndi að kaupa en gekk ekki vel, það náðist ekki almennilegt samband og ég gat svo hætt við þegar voru bara ca 3 kortér sem ég hefði getað notað af klukkutímanum, hann dýr eins og annað á flugvellinum og ekki hægt að geyma tíma þar til ég færi heim, ónotaður tími rynni bara út.

Keypti mér pínulítinn bjór í hrikalega sætu hálfpintu kilkennyglasi. – hmm já ég var með allt of litla tösku til að safna bjórglösum (minnsta fluffutaskan okkar). Gat tengst rafmagni allavega, með því að kaupa þennan oggulitla bjór. Sem var kúl, gat nýtt vélina um borð í Sasfluginu þó ekki væri nema til að hlusta á smá músík og spila minesweeper.

Missti mátulega af strætó til Grimstad, þurfti að bíða í 50 mínútur. Oh well. Held að ég hefði þurft að labba beint út og gefa skít í töskuna mína til að ná þeim fyrri. Allavega hinkr hinkr og meiri minesweeper og svo strætó og skipti yfir í annan strætó og Grimstad, sendi Maju föðursystur sms um að ég væri komin (var kortéri fyrr en var búið að segja mér) – svo stóð hún bara 10 metra frá mér. Gaman.

Þangað heim. “Kvöld”matartími í Noregi löngu búinn. (yfirleitt upp ur fjögur á daginn). Fékk 2 brauðsneiðar (nánast bara búin að borða brauð allan daginn en leist ekki alveg á bara kökur – var semsagt boðið í barnaafmæli hjá litla gutta hennar Hrannar frænku – auðvitað boðinn þessi fíni kjúklingaréttur, þáði smá á undan kökunum. Verulega gaman að hitta fólkið mitt.

Skaust á kóræfingu hjá kórnum hennar Maju, fínn hljómur í kórnum, fallegt og tandurhreint, mættu vera heldur fleiri karlar (eilífðarvandamál – get ekki fullþakkað fyrir karlavalið í Hljómeyki núna) frábær stjórnandi en frekar skrítið rep sem þau voru að æfa – enda fannst Maju að þau hefðu nú kannski átt að vera að æfa eitthvað annað akkúrat þá. Eitt mjög flott lag æfðu þau samt, þar sem textinn er efnafræðiuppskrift að aðalinnihaldinu í sápu.

Heim aftur og aftur til Hrannar, boðið upp á rauðvínsglas og spjall fram eftir kvöldi, bóndi hennar gafst upp á allri íslenskunni en hún hafði gott af henni. Plottað ættarmót næsta sumar (2011)
Kveikt á tölvunni til að fylla á stílabókina, rændi neti af einhverju húsi í nágrenninu, náði sambandi við irc en ekki http. Þreyttur. Soovah!

Auglýsingar

2 Responses to “Noregur dagur #1”


  1. 1 vinur 2010-03-22 kl. 22:33

    Loksins, loksins. Hlakka til að lesa rest. Kv. Gulla Hestnes

  2. 2 Fríða 2010-03-24 kl. 15:38

    Gaman að lesa 🙂 Og já, það er stór munur að vera bara í kvennakór, þar er ekkert talað um að það vanti tenóra


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 365,965 heimsóknir

dagatal

mars 2010
S M F V F F S
« Feb   Apr »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: