já eða nei eða kannski eða ekkert eða heima

Ekkert held ég. Autt. En niðureftir fer ég.

Get ekki fengið af mér að kjósa nei. Þó ég vilji náttúrlega ekkert þennan samning eins og komið er. Að senda stuðningsyfirlýsingu til helv… stjórnarandstöðunnar. Uuu, nei.

Þar með kýs ég samt heldur ekki já. Því ég vil ekkert þennan samning.

Maður Á að nota kosningaréttinn – þess vegna ætla ég ekki að sitja heima, skilaboð frá Jóhönnu um að hún ætli að sitja heima tel ég afskaplega misráðin. Þó að það sé alveg rétt að þessi kosning er orðinn alger farsi.

Súri pakkinn. Fer og kýs í fyrramálið fyrir kóræfingu og reyni svo að ná vonda bragðinu og kekkinum úr hálsinum með unaðslegum Duruflé.

7 Responses to “já eða nei eða kannski eða ekkert eða heima”


 1. 1 Kristjana Bjarnadóttir 2010-03-5 kl. 22:42

  Já – er ekki valkostur, um það eru flestir sammála.

  Nei – ætti að vera augljós kostur því hver vill verri samning en þann sem liggur á samningaborðinu? Nei liðið leggur hins vegar svo margvíslega túlkun í þetta NEI að það er erfitt að vera með þeim í liði. Svo má velta fyrir sér hvort samningurinn sem kosið er um sé mögulega betri en að láta þetta fara í hart. Málið er einfaldlega ekki tilbúið til kosninga.

  Auður – Þýðir það ekki: Gat ekki ákveðið mig. ??

  Heima – Tek ekki þátt í þessari vitleysu.

  Þannig lít ég á þetta, en sínum augum lítur hver á silfrið.

 2. 2 hildigunnur 2010-03-5 kl. 22:53

  Sammála um bæði jáið og neiið en mér finnst auður vera að sýna meiri vilja en sitja heima. Maður drattaðist þó á staðinn og sýndi að manni er ekki sama.

 3. 3 Fríða 2010-03-5 kl. 23:57

  auður getur jú líka þýtt að manni líki enginn af valkostunum.

  Mér líkar ekki að fólkið sem ég kaus til að sinna þessum málum skuli ekki fá að vinna sína vinnu í friði og þessvegna ætla ég að vera einhversstaðar annarsstaðar en á kjörstað. Í fyrsta skipti á ævinni síðan ég fékk kosningarétt.

 4. 4 ella 2010-03-6 kl. 00:39

  Alveg er það furðulegt hvað við systur erum farnar að vera oft sammála upp á síðkastið. Hvar endar þetta?

 5. 5 EinarI 2010-03-6 kl. 11:30

  Að skila auðu þýðir: „Engir ofangreindir valkostir eru nægilegir fyrir mig“. Eða: „Ég er með statement, en þið skiljið það sennilega ekki.“ Eða eins og í þessu tilviki:

  „Sko, ‘já’ er út úr myndinni, en ég vil samt ekki púkka undir flækjufótana í stjórnarandstjöðunni og/eða Óla grís. Þið eruð ruglaðir. *EN* ÉG ÆTLA SAMT AÐ KJÓSA Í fyrstu kosningunum sem forseti vísar til þjóðar, og skapa þannig fordæmi fyrir því, að fleiri málum verði vísað til þjóðar.“

  Dæmi um mál sem hefði algjörlega átt að skjóta til þjóðarinnar eru:

  1) Íraksstríðið. Viljum við, Íslendingar, vera hluti af hinum viljugu, og viljum við vera í stríði? (Ekki bara einn mikilmennskubrjálæðingur sem ákveður þetta fyrir allt og alla.)

  2) Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði. Nei, ég vil *ekki* að (sami) mikilmennskubrjálæðingur taki í hnakkadrambið á mér, hendi mér út í næsta poll, og segir: „hí á þig, nú ert þú blautur, og Kári vinur minn á erfðamynstrið í þér, án þess að þú getir sagt nei við því!“

  3) Kárahnjúkavirkjunin. (Ef austfirðingar vilja kalla mig „latte-lepjandi lopapeysu kaffihúsapakk“ þá verði þeim að því. Ég drekk hins vegar ekki kaffi, né latte. Ég lep það ekki af undirskálinni. Ég stunda ekki kaffihús. En, já, mér finnst lopapeysa góð og hlý

  4) Eftir á að hyggja, einkavæðing bankanna hefði kannski átt að fara fyrir þjóðina, svona eftir á að hyggja.

  5) Við getum bætt fjölmiðlalögunum við, þar sem (merkilegt nokk) sami mikilmennskubrjálæðingurinn skrifaði eða pantaði lögin, með *nákvæmlega* *eitt* *ákveðið* skotmark í huga! Og það var augljóst ölum þeim sem vildu sjá, það átti að „taka niður“ vissa aðila. Aðrir skiptu ekki máli, voru bara óheppileg fórnarlömb í stríðinu.

  Hmm… Annars ætlaði ég svosem ekki að ranta (svona mikið) á blogginu hennar Hildigunnar 🙂

 6. 6 svala 2010-03-6 kl. 21:39

  Heima: Tek ekki þátt í þessari vitleysu. 🙂

 7. 7 hildigunnur 2010-03-6 kl. 22:17

  Bæði heima og autt sendir skilaboð en svo verða þau væntanlega túlkuð á þann veg sem hentar viðkomandi túlkanda. Það er allavega ekki hægt að túlka autt sem að viðkomandi sé skítsama og nenni ekki einu sinni á staðinn. Sem verður væntanlega túlkun allavega viðsemjenda Íslendinga. Þó fæstir sem sitja heima hafi viljað senda þau skilaboð.

  Reyndar verða neiin og jáin örugglega túlkuð gríðarlega mismunandi eftir því hver á í hlut líka.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

mars 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: