Sarpur fyrir 5. mars, 2010

já eða nei eða kannski eða ekkert eða heima

Ekkert held ég. Autt. En niðureftir fer ég.

Get ekki fengið af mér að kjósa nei. Þó ég vilji náttúrlega ekkert þennan samning eins og komið er. Að senda stuðningsyfirlýsingu til helv… stjórnarandstöðunnar. Uuu, nei.

Þar með kýs ég samt heldur ekki já. Því ég vil ekkert þennan samning.

Maður Á að nota kosningaréttinn – þess vegna ætla ég ekki að sitja heima, skilaboð frá Jóhönnu um að hún ætli að sitja heima tel ég afskaplega misráðin. Þó að það sé alveg rétt að þessi kosning er orðinn alger farsi.

Súri pakkinn. Fer og kýs í fyrramálið fyrir kóræfingu og reyni svo að ná vonda bragðinu og kekkinum úr hálsinum með unaðslegum Duruflé.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

mars 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa