í allar áttir

það virðist vera allt að gerast hjá mér þessa dagana, útbreiðsla í allar áttir. Núna fyrir stundu var útvarpsútsending + bein netútsending á Guðbrandsmessunni minni – frá útvarpsstöð í Princetonháskóla. Í afkynningu hljómaði: „Without doubt one of the major choral works of our time“ ásamt stuttri kynningu á undirritaðri og verkinu. Þessi útvarpsmaður hefur verið með þátt sem kynnir lítt þekkta tónlist í klassíska geiranum síðan 1993.

Maður er bara frekar rígmontinn hér :þ

Þetta sama verk er ég svo að fara til Noregs og hlusta á, á tvennum tónleikum eftir hálfan mánuð.

Svo auðvitað Ástralía, það verður ágætis kynning líka, lagið mitt verður á tónleikum þar sem aðeins verða flutt 3 verk, eins og ég hef áður nefnt.

Montfærslu lokið…

Auglýsingar

13 Responses to “í allar áttir”


 1. 1 Helga 2010-03-3 kl. 13:51

  Bara flott og nauðsynlegt að monta sig öðruhverju – frábært líka að lifa svona dynamisku lífi !

 2. 2 Vala G 2010-03-3 kl. 21:16

  Til hamingju!

 3. 4 ella 2010-03-3 kl. 22:28

  Svona mont á fullan rétt á sér. Samgleðst innilega.

 4. 5 Fríða 2010-03-3 kl. 22:40

  Sammála síðasta ræðumanni 🙂 Til hamingju með þetta alltsaman 🙂

 5. 7 HarpaJ 2010-03-4 kl. 14:28

  Mont er gott – og ekki síst ef maður á inni fyrir því 🙂
  Til hamingju með þetta allt saman!

 6. 8 vinur 2010-03-4 kl. 19:31

  Til hamingju með þetta!Svanfríður

 7. 9 Bryndís Baldvinsd. 2010-03-4 kl. 22:05

  Algjörlega frábært, til hamingju 🙂

 8. 10 Gunnar 2010-03-5 kl. 13:25

  Það segir enginn frá svona nema mar geri það sjálfur 🙂

  Glæsilegur árangur!

 9. 11 Kristín Björg 2010-03-5 kl. 14:36

  Til hamingju með þetta Hildigunnur. Ég hef ekki heyrt messuna sjálf, en man eins og það hefði gerst í gær, þegar Marteinn okkar blessaður kom upp á kirkjuloftið eftir að hafa heyrt æfingu á verkinu. Talaði mikið um hvað það væri fallegt og flott!

 10. 12 hildigunnur 2010-03-5 kl. 17:36

  Gunnar takk takk 🙂

  Kristín Björg, á ég að trúa því að þú sért ekki búin að fá diskinn? Kom út fyrir jólin í hitteðfyrra…

 11. 13 hildigunnur 2010-03-5 kl. 19:35

  já og semsagt allir, auðvitað, þakkir 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,956 heimsóknir

dagatal

mars 2010
S M F V F F S
« Feb   Apr »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: