‘Stralia

já þá er það ákveðið og pantað fyrir okkur bóndann, vikuferð til Ástralíu á stóru nútímatónlistarhátíðina. Ekki smá spennandi.

Tónleikarnir „mínir“ verða 7. maí, við förum væntanlega út 2. maí og komum til baka þann 9. (nei, húsið verður ekki tómt ef einhver les hér í vafasömum tilgangi). Það eru bara þrjú verk á tónleikunum, hin tvö eiga Seppo Pohjola (finnskur – gat einhver giskað?) og Ross Edwards sem er ástralskur. Báðir heimsþekkt tónskáld, svona fyrir þá sem þekkja til.

Fleiri tónskáld á hátíðinni eru til dæmis Arvo Pärt, Rautavaara, Elliot Carter. þannig að maður er í góðum félagsskap, já og svo kennarinn minn frá Danmörku, Svend Hvidtfelt Nielsen. Hans verk verður reyndar flutt áður en við komum út. Ætti nú samt að hafa samband við hann að gamni og tékka hvort hann ætlar líka út.

Spes annars að Philip Glass er settur í Young Composers klassann, sjá listann. Hann var nú ekkert unglamb síðast þegar ég vissi – og varla yngst síðan þá…

5 Responses to “‘Stralia”


 1. 1 Þorbjörn 2010-02-26 kl. 11:44

  Spennandi! Til hamingju með þetta. Mæli með kínverska veitingastaðnum á Circular Bay, Pekingönd með útsýni yfir óperuhúsið. Frábært!

 2. 2 Þorbjörn 2010-02-26 kl. 11:44

  Circular Quay átti þetta víst að vera…

 3. 3 HarpaJ 2010-02-26 kl. 13:14

  Snihild! Til hamingju með þetta!

  Varðandi sokkaumræðuna í síðasta þætti, þá veit ég ekki svo gjörla hvar svona sokkar fást í borginni – en ég skal spyrja hann Þóri næst þegar ég hitti hann.

 4. 4 Kristín í París 2010-02-26 kl. 21:21

  Til hamingju, alveg hreint frábært hjá ykkur að fara!

 5. 5 hildigunnur 2010-02-26 kl. 23:18

  Harpa takk, endilega, eru þetta ekki þykkir sokkar – allavega ættu ekki að ruglast við sokka systra hans.

  Þorbjörn noted – og fín frammistaða í þætti kvöldsins

  Kristín, takk takk 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

febrúar 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: