sokkar

Aldrei skil ég svona pakka af sokkum eins og er oft hægt að kaupa, barnasokkar, 5 í pakka sitt parið af hverjum lit. Jú stelpusokka reyndar kannski, en á stráka (pardon, my prejudice’s showing), Finni er allavega nákvæmlega sama í hvernig litum sokkum hann er en mamma hans vill nú helst að þeir séu hreinir, heilir og já, samlitir.

Þar sem sokkar hverfa í Hozone layer í þvotti er náttúrlega til dobía af stökum sokkum, mismunandi lit en að öðru leyti alveg eins.

Ef ég myndi nú hvar ég keypti 10 pör af gráum sokkum (öllum eins) í fyrra myndi ég fara þangað aftur og kaupa annað sett. Búið að vera snilld, finn alltaf tvo sem má para saman. Örugglega slatti af þeim í hósonlaginu en það gerir barasta nánast ekkert til. Þeir sem eftir sitja á jörðinni eru hins vegar farnir að slappast smá, þó amma drengsins hafi stoppað í einn eða tvo.

Kannski var þetta í Adams í Penis Mall. Mætti tékka…

14 Responses to “sokkar”


 1. 1 Hugi 2010-02-23 kl. 17:38

  Spök orð.

  Ég hef sjaldan á ævinni verið jafn hamingjusamur og þegar ég fann 20 pör af fínum dökkgráum sokkum á 20 evrur í verslun erlendis fyrir nokkru. Skilaði mér a.m.k. tveimur árum í sokkaparadís. (og skyldu sokkaparadísir vera eins og „underpants gnomes“?)

 2. 2 HarpaJ 2010-02-23 kl. 17:40

  Minn drengur gengur bara í sokkum frá Víkurprjóni. Allir nákvæmlega eins og ekkert vesen. Þetta er íþróttasokkar, þannig á þeir duga í allt, líka íþróttirnar svo að ég er alsæl. Ég kaupi svo bara pakka öðru hvoru þegar þeim fer að fækka.

 3. 3 Karen 2010-02-23 kl. 18:00

  Það versta við fimmsokkapakkana er að eitt parið er ævinlega alveg skelfilega ljótt. Ég kaupi nefninlega yfirleitt 3-4 pakka til að gera pörunina eftir þvottinn auðveldari. Og sit því uppi með fjögur pör af ljótum sokkum, já þá er betra að þeir séu bara allir gráir…

 4. 4 hildigunnur 2010-02-23 kl. 18:47

  Hugi akkúrat! Harpa, eru þetta svona hvítir sokkar með rönd? minn gutti er lítt hrifinn af þeim – æfir heldur engar íþróttir og tónleikastúss í víólunni – nei engir hvítir sokkar þar. Karen, já sammála, einhverjir forljótir beige sokkar sem ég gæti vel hugsað mér að sleppa úr pakkanum.

 5. 5 Fríða 2010-02-23 kl. 21:56

  sokkaparadísir 🙂 dásamlegt orð

 6. 6 beggi dot com 2010-02-23 kl. 22:27

  Hver segir að íþróttasokkar þurfi að vera hvítir? Ég mundi athuga RL.

 7. 7 hildigunnur 2010-02-23 kl. 22:35

  Beggi RL var með ömurlega krakkasokka síðast þegar ég gáði. Veit ekki hver fyrirskipaði að íþróttasokkar skuli ávallt vera hvítir en hef allavega aldrei séð slíka sokka marga saman í pakka öðruvísi.

  Jámm, sokkaparadísir…

 8. 8 beggi dot com 2010-02-24 kl. 02:12

  Ég kaupi af persónulegum ástæðum ekki sokka á krakka en ég kaupi hins vegar dökka (svarta, dökkbláa eða dökkgráa) íþróttasokka á fullorðna í RL.

 9. 9 hildigunnur 2010-02-24 kl. 07:54

  jámm, þeir voru ekki til í krakkastærð síðast þegar ég fór þangað en vel þess virði að kíkja, takk 🙂

 10. 10 HarpaJ 2010-02-24 kl. 09:55

  Hvítir sokkar? Sei sei nei, drengurinn myndi aldrei láta sjá sig í svoleiðis. Þetta eru heiðarlegir svartir íþróttasokkar. Það eru bæði til alveg einlitir (þeir eru bestir) en þessir með hvítri og rauðri rönd efst eru algengari.

 11. 11 hildigunnur 2010-02-24 kl. 10:03

  Harpa hei, æði – þarf að tékka á þessu! Veistu hvar svona sokkar fást hér í höfuðstaðnum? Man ekki eftir að hafa séð þá.

 12. 12 ella 2010-02-24 kl. 10:44

  Þegar ég átti þrjá barnunga syni prjónaði ég aldrei eitt par af sokkum eða vettlingum heldur hélt áfram á meðan bandið entist og þá er ég ekkert að tala um einn hnykil. Vettlingar voru auk þess alltaf með stjörnuúrtöku bæði fremst og á þumli svo að það var ekkert sem hét hægri eða vinstri. Fyrir utan að jafna slit þá var ótrúlega sjaldgæft að finna bara einn af tegund. Með svona menn þýddi ekkert að hafa þetta öðruvísi. Sama gildir núna um eiginmanninn sem notar nánast bara ullarsokka árið um kring.

 13. 13 hildigunnur 2010-02-25 kl. 08:12

  Ella, ég prjóna ekki en mamma sér um að halda ungviðinu í ullarsokkum 😀

 14. 14 Kristín Björg 2010-02-25 kl. 16:34

  Bestu kaupin á mínu heimili voru án efa 4 vikur af karla sokkum úr H&M. Daganöfnin með sitthvorum lit – en annars alveg svartir og parast ljúflega saman…………


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

febrúar 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: