ætli við séum útlendingar þá?

Við erum mikið fyrir að bjóða fólki í mat, eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Þá alls ekki alltaf sama liðinu, auðvitað kemur fjölskyldan og nánir vinir oft en þó nokkuð oft bjóðum við fólki sem við þekkjum ekkert óhemju vel, margsinnis boðið bloggurum og tvisvar ircvinum, stundum verða hálfgerðir matarklúbbar úr þessu með boðum fram og til baka, stundum ekki, hvorttveggja fínt.

Eitt svona boð um helgina – móttekið fagnandi en ég fékk kommentið – þetta er bara eins og í útlöndum

5 Responses to “ætli við séum útlendingar þá?”


 1. 1 Sesselja 2010-02-19 kl. 22:16

  Þið eruð heimsborgarar, ekki spurning.

 2. 2 hildigunnur 2010-02-20 kl. 16:25

  já þú segir nokkuð 😀

 3. 3 baun 2010-02-20 kl. 21:24

  Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að koma í mat til ykkar og það eru mikil herlegheit, enda eruð þið frábærir kokkar og einstaklega afslappaðir gestgjafar:)

 4. 4 Imba 2010-02-21 kl. 14:20

  … og bara alveg hreint ótrúlega frábært fólk!!!

 5. 5 Kristín Björg 2010-02-25 kl. 16:32

  Ég hef fengið þetta komment vegna jóladags hjá okkur. Undanfarin ár hafa verið hjá okkur æskuvinkona mín og dóttir hennar og vinahjón okkar og þeirra börn. Og svo nokkrir úr nær-fjölskyldu. Mörgum finnst skrýtið að bjóða til sín öðrum en úr næsta hring á þessum degi – mér finnst það æði!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

febrúar 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: