óvenjulegur kattamatur

Sérfæði kisu kláraðist um helgina, hún er með smá nýrnasteina og verður að vera á einhverju urinary fæði, nema hvað ég hélt að Dagfinnur væri með opið fyrir hádegi á laugardögum og ég næði að fara að kaupa poka handa henni. Það reyndist ekki vera svo við fórum bara út í Dreka og keyptum dós af venjulegum kattamat handa henni.

Nema hvað, Finnur fann ekki dósina inni í ísskáp í gærmorgun og vissi ekkert hvað hann ætti að gefa kisu. Hugsaði, mjög lógískt, hvað myndi ég fá mér ef ég væri svangur. Jú, rúsínur.

Fífa rak svo augun í rúsínur í dallinum hennar í gærkvöldi. Fjölskyldan argaði af hlátri – Finnur sem betur fer hló með okkur. Ég var einmitt í símanum við mömmu að hjálpa henni smá með tölvuvesen, hún náttúrlega skildi ekkert í því að ég skyldi skella svona upp úr.

Veit nú ekki hvort kisa át mikið af rúsínum en – tja hún hefur allavega farið vel með úrganginn…

7 Responses to “óvenjulegur kattamatur”


 1. 1 vinur 2010-02-17 kl. 13:15

  Rúsínur! Ég skellti líka uppúr. Kærust í bæinn, Guðlaug Hestnes

 2. 2 ella 2010-02-17 kl. 16:24

  Maður fer nú ekki að gefa vini sínum eitthvert ómeti.

 3. 3 hildigunnur 2010-02-17 kl. 21:04

  nákvæmlega, Ella – uppáhaldið drengsins hlyti að ganga í köttinn líka. Sömuleiðis Gulla 🙂

 4. 4 Jón Lárus 2010-02-17 kl. 21:59

  Ég hef ekki hlegið svona í langan tíma. Fékk alveg verk í magann.

 5. 5 vinur 2010-02-19 kl. 15:36

  Hjartað alveg á réttum stað 🙂 frábært.Svanfríður.

 6. 6 Meinhornid 2010-02-19 kl. 23:38

  Haha, ég vissi að þetta væri gæðadrengur!

 7. 7 hildigunnur 2010-02-20 kl. 10:34

  Meinhorn og Svanfríður ójá – þetta er góður strákur 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 365,947 heimsóknir

dagatal

febrúar 2010
S M F V F F S
« Jan   Mar »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: