klaufaskapur getur borgað sig

í gærmorgun var ég að vandræðast með litla guttann minn, hann er í Drengjakór Reykjavíkur eins og margir lesendur munu væntanlega vita (montna mamman lætur ekki að sér hæða). Kórinn æfir nú í húsnæði Karlakórs Reykjavíkur á Grensásvegi þar sem verið er að mála Hallgrímskirkju að innan, það tekur alveg svolítinn tíma með allan þennan geim. Nema hvað, stráksi er bara níu ára og ekki séns að hann fari sjálfur í strætó á Grensásveginn – ég er að kenna báða æfingadagana og verð að vera á bílnum. Hef treyst á eina ógnar almennilega og indæla mömmu vinar Finns í kórnum til að koma honum á staðinn. Nú hafa málin flækst örlítið og ég þarf að koma honum heim til vinarins á mánudögum til að þetta gangi upp.

Nema í gær. Þá var ég með tónfræðikrakkana í prófi og komst ekkert frá til að skutla honum eftir sinn tíma.

Sendi mömmunni póst um málið með því að svara pósti sem hún hafði sent á allan drengjakórinn. Tek ekki eftir því fyrr en á andartakinu sem ég smellti á Senda, að allir kórforeldrar voru í cc við bréfið. Sendi strax afsökunarbeiðni á spaminu (er það kannski tvöfalt spam?). Allt í fína, enginn fúll – en auðvitað fékk ég svo svör frá foreldrum fjögurra kórdrengja (mamma vinarins þar með) um að sjálfsagt sé að redda drengnum fari á æfingu.

Frábært fólk atarna.

6 Responses to “klaufaskapur getur borgað sig”


 1. 1 HarpaJ 2010-02-16 kl. 11:24

  Svona er nú til mikið af góðu fólki.

 2. 2 Alli Reynis 2010-02-16 kl. 12:58

  Já, ég er alltaf að lenda í þessu.

 3. 3 Fríða 2010-02-16 kl. 17:54

  jájá, reyndu bara að segja okkur að þetta hafi verið aaaalveg óvart 🙂 😛

 4. 4 hildigunnur 2010-02-16 kl. 18:08

  haha júts þetta var sko óvart!

 5. 5 Gurrí 2010-02-16 kl. 18:13

  Foreldrar kórdrengja eru greinilega gott fólk. 🙂

 6. 6 Svanfríður 2010-02-16 kl. 18:15

  Geturðu ekki verið klaufi aðeins oftar?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

febrúar 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: