vá hvað

Carmina Burana var flott í kvöld hjá Sinfó, Hallveigu, Jóni Svavari, Rumon, Óperukórnum og Gradualekórnum – hlustaði á æfingu í morgun og svo í útvarpinu í kvöld, get ekki beðið eftir að fara á tónleikana á morgun.

Klökknaði alveg við að sjá báðar stelpurnar mínar þarna uppi á sviði og standa sig svona líka vel, ekki stórt hlutverk sem stúlknakórinn syngur en mjög flott og mikilvægt í verkinu, þær fengu víst fyrirskipun um að syngja eins gróft og þær gátu, ekki eins og þessar skóluðu raddir sem þær eru margar, búnar að læra í mörg ár, fengu að máta belting og allt. En maður verður víst að ráða yfir nokkrum söngstílum, gaman að prófa svona líka.

Hraðinn hjá Rumon gríðarlegur, ég verð að viðurkenna að ég kann mjög vel að meta það, enda hraðafíkill en ég hef á tilfinningunni að óperukórinn sé ekki alveg alls staðar vanur svona miklum hraða og snöggum skiptingum, það er eina sem ég gat sett út á flutninginn. Held samt ég geti nánast fullyrt að þetta er alveg í anda Orff og verksins. Love it!

3 Responses to “vá hvað”


  1. 1 vinur 2010-02-11 kl. 23:01

    Hlustaði í kvöld og hefði svo sannarlega viljað vera á staðnum. Mér fannst á köflum óperukórinn vera með seinni skipunum, en þsð gæti eins verið tóm þvæla, þetta rennur svo hratt í gegn. Þið megið vera virkilega hreykin af dömunum, þær sverja sig greinilega í ættina. Veistu, þegar við bestimann fórum á sínum tíma að sjá Carmina í óperunni þá sofnaði minn maður í mestu látunum! Var nýkominn úr langri sjóferð, og ég skammaðist mín ekki lítið þegar ég hnippti í hann. Góða skemmtun. Guðlaug Hestnes

  2. 2 ella 2010-02-12 kl. 07:04

    Gaman að þessu. Það verður líklega bara að hafa það þó að stundum sé púsl að þvælast í bústað.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

febrúar 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: