Sarpur fyrir 9. febrúar, 2010

bústaðsraunir

Familían er farin að þrá að komast í sumarbústað, við erum, eins og sumir lesendur hér vita kannski, með aðgang að sumarbústöðum í eigu Starfsmannafélags Samskipa uppi við Bifröst. Frábærir bústaðir á snilldarstað.

Nema hvað, við höfðum ætlað að fara núna um helgina, áttuðum okkur á því á sunnudaginn var að stelpurnar eru að syngja á tónleikum með Sinfóníunni bæði á fimmtudags- og föstudagskvöldið, við hefðum ekki náð af stað fyrr en eftir klukkan tíu á föstudagskvöldinu og það fannst okkur nú fullseint.

Nema hvað, við tölum um hvort bóndinn geti nú ekki athugað með að skipt um helgi, smá misskilningur veldur því að hann fær að skipta yfir á helgina eftir tvær vikur. Nema þá er Finnur að útskrifast úr þriðju bók á víóluna á heilmiklum skólatónleikum á laugardagsmorguninn. Garg. Hann hjólar aftur í formann bústaðanefndar og bókar helgi í mars, héldum að það myndi ganga – en neeeeiiii, ég fatta á miðri æfingu í gærkvöldi að það eru tónleikar hjá mér á sunnudeginum og æfing á laugardagsmorgninum. Ákváðum nú að fara bara samt – ég verð bara að skjótast í bæinn, vill til að þetta er ekki neitt gríðarlega langt…


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

febrúar 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28  

sagan endalausa