tvöfalt plögg og söknuður

Vá hvað ég mun sakna Söngvaseiðs, síðasta sýningin í dag. Þó ég hafi auðvitað ekki tekið þátt í öllum 85 sýningunum (eða svo) þá er þetta búið að vera hrikalega skemmtilegt og ég búin að kynnast fullt af yndislegu fólki, börnum og fullorðnum, kvöddum fyrri barnahópinn með tárum í gær og svo alla í dag auðvitað.

Ég held reyndar að það sé nánast uppselt en prófið samt – það gæti verið einn og einn miði eftir.

Svo þarf ég hins vegar að hlaupa beint eftir sýningu, tek væntanlega ekki einu sinni uppklappið, tónleikar hjá okkur í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna klukkan fimm (Söngvaseiðssýningin er búin kortér fyrir fimm) í Seltjarnarneskirkju. Þar eru mjög áhugaverð verk, Hymni eftir Snorra Sigfús, yndislegt hægferðugt verk með sterk höfundareinkenni Snorra, konsert fyrir – haldið ykkur: 8 pákur og eitt óbó eftir Jiri Druzchetsky, í klassískum stíl og svo Pákusinfónían eftir Haydn, bráðskemmtilegt stykki með stefjum frá austurevrópu. Lofa Frank í stuði á pákunum.

Hvernig væri nú að kíkja á annanhvorn staðinn í dag? Mjög ólíkt en bráðgóð skemmtun á báðum stöðum.

Auglýsingar

3 Responses to “tvöfalt plögg og söknuður”


  1. 1 ella 2010-02-7 kl. 19:26

    Það gefur afskaplega mikið að vera með í svona pakka.

  2. 2 hildigunnur 2010-02-8 kl. 13:35

    já nefnilega ekkert smá!

  3. 3 Kristín Björg 2010-02-11 kl. 14:58

    Þetta var æðisleg sýning á sunnudag!!!! Ég og sú eldri í annað skipti – sáum líka sýningu í september. Gæti séð þennan söngleik aftur og aftur. Búin núna að sjá hann 5 sinnum á sviði; tvisvar í Þjóðleikhúsinu – fyrst í kringum 1990 og svo svona 1998 eða 9 með Litla leikklúbbnum á Ísafirði. Svo sá ég hann í London í afmælisferð minni 2008 og svo tvisvar í Borgarleikhúsinu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,753 heimsóknir

dagatal

febrúar 2010
S M F V F F S
« Jan   Mar »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: