endurtekningar

mér finnst alltaf spes svona orð sem endurtaka sig. Haricotbaunir og salsasósa (baunabaunir og sósusósa) til dæmis – svo heyrði ég um daginn að naan þýðir bara brauð þannig að þá tölum við hér um baunabaunir, sósusósu og brauðbrauð. Spes.

Kunnið þið fleiri svona dæmi?

22 Responses to “endurtekningar”


 1. 1 Arngrímur Vídalín 2010-01-20 kl. 18:29

  Mér finnst alltaf jafn undarlegt að heyra fólk segja að það sé að fara síðustu yfirferðina yfir eitthvað..

 2. 2 Þorbjörn 2010-01-20 kl. 18:45

  Svo er það LCD display, semsagt Liquid Crystal Display Display.

 3. 3 Lissy 2010-01-20 kl. 18:46

  það er kanski ekki alveg það sem þú ert að leita, en ég efast mikið að það var rétt að segja, „goða tækifæri fyrir fyrirtæki“

 4. 4 Arngrímur Vídalín 2010-01-20 kl. 18:54

  BT tölvur, BK kjúklingur.

 5. 5 Finnbogi 2010-01-20 kl. 22:42

  DVD diskur.

 6. 6 ella 2010-01-21 kl. 00:18

  Bær í Kelduhverfinu heitir Fjöll. Hvað haldið þið svo að fjöllin fyrir ofan bæinn heiti? Jú, Fjallafjöll! Í fúlustu alvöru!

 7. 7 EinarI 2010-01-21 kl. 09:02

  „Windows NT Technologi“ (T-ið í NT stendur fyrir… hvað? … Jú, Technologi) …

  Vatnshlíð og Vatnshlíðarvatn er annað dæmi. Hlíðin heitir Vatnshlíð. Hvað heitir vatnið? Jú… þetta er vatn í/við hlíðina, og hlýtur því að heita… Vatnshlíðarvatn….

 8. 8 Kristín BG 2010-01-21 kl. 13:00

  Það er líka Núpakotsnúpur undir Eyjafjöllum

 9. 9 Guðný 2010-01-21 kl. 15:41

  Mér fannst alltaf Kaupþing-Búnaðarbanki banki svoldið spes… En núna heitir hann víst Arion, sem er náttúrlega bara hræðilegt, þó að það sé engin endurtekning!

 10. 10 Fríða 2010-01-21 kl. 18:23

  Hann faðir minn heitinn talaði stundum um hversu ankannalegt það væri að tala um að gera rannsókn í stað þess að rannsaka, gera athugun í stað þess að athuga o.s.frv… Það kæmi mér ekki á óvart þótt einhverjum dytti í hug að tala um framkvæmd skýrslugerðar.

 11. 11 Jón Hafsteinn 2010-01-21 kl. 21:00

  Svo er dalur sem heitir Vatnsdalur, við dalinn er fjall sem heitir Vatnsfjall og í dalnum miðjum er Vatnsfjallsvatn…

  Annars er þetta skammstafanarugl kallað á ensku RAS syndrome (Redundant Acronym Syndrome syndrome) 🙂

 12. 12 beggi dot com 2010-01-21 kl. 21:34

  Til er fyrirbæri, uppfundið af tölvunördum auðvitað, sem heitir á ensku recursive acronym. Þar sem skammstöfun inniheldur sjálfa sig algjörlega af ásettu ráði. Nokkur þekkt dæmi eru:

  GNU — GNU’s Not Unix
  XNA — XNA’s Not Acronymed
  RPM — RPM Package Manager

 13. 13 Karen 2010-01-23 kl. 00:25

  Það sem faðir Fríðu furðaði sig á er svipað og það að segjast ekki vera að fatta/skilja eitthvað í stað þess að fatta/skilja ekki eitthvað.

  En mikið er gaman að sjá hvað hér er komið saman margt orðelskandi fólk.

 14. 14 vedis 2010-01-23 kl. 10:14

  á mínu heimili heita herðatré úr plasti herðatré, en frændur þeirra af gömlu trégerðinni heita vitanlega tréherðatré, nema hvað?

 15. 15 hildigunnur 2010-01-24 kl. 14:21

  herðaplöst og herðajárn hér 😀

 16. 16 Guðlaug Hestnes 2010-01-24 kl. 22:48

  Bekkur og bekkjartuska eru hér. Borð og borðdula í mínum uppvexti. Svo er til bæjarnafnið Fjörður, með Fjörðurána á landareigninni. Að vísu ekki hér. Gaman að þessu með kærri í bæinn. Guðlsug Hestnes

 17. 17 Guðlaug Hestnes 2010-01-24 kl. 22:49

  Bekkur og bekkjartuska eru hér. Borð og borðdula í mínum uppvexti. Svo er til bæjarnafnið Fjörður, með Fjörðurána á landareigninni. Að vísu ekki hér. Gaman að þessu með kærri í bæinn. Guðlaug Hestnes

 18. 18 Guðlaug Hestnes 2010-01-24 kl. 22:52

  Guðlaug átti það að vera.

 19. 19 baun 2010-01-26 kl. 16:23

  Borðstofuborð. Stafgöngustafur.

 20. 20 Helgi Briem 2010-02-9 kl. 15:06

  RPM er reyndar „Redhat Package Manager“ ekki „RPM Package Manager“.

  Hef alltaf gaman af ATM machine (Automatic Teller Machine Machine).


 1. 1 Bestu Naan brauð « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2010-01-21 kl. 20:09
 2. 2 bloggið mitt í fyrra « tölvuóða tónskáldið Bakvísun við 2011-01-2 kl. 11:13

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

janúar 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: