fór

í vínbúð í dag sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Keypti tvo bjóra til að eiga með píadínunum og Útsvari í kvöld (nei nú skrökva ég, bjórinn er búinn en komin með rauðvín í glas fyrir Útsvarið). Þetta heldur ekki í frásögur færandi þó ég sé nú samt að segja frá því.

Allavega.

Á eftir mér kemur eldri kona með vodkaflösku. Fær uppgefið verðið á henni. Segir: Já þeim þykir ekki leiðinlegt að hækka þetta! Afgreiðslumaðurinn tekur undir og konan fer að tala um að hún verði væntanlega að fara að brugga.

Mig dauðlangaði að snúa mér við og spyrja með þjósti hvort þau héldu virkilega að stjórnvöld væru að þessu að gamni sínu?

Væl!

Auglýsingar

7 Responses to “fór”


 1. 1 Arngrímur 2010-01-15 kl. 19:44

  Bara gefa henni númer hjá landasala, ekkert vit í að standa í þessu sjálfur – og enn minna vit að drekka þetta.

 2. 2 baun 2010-01-15 kl. 20:09

  Áfengi er lúxusvara.

 3. 4 ella 2010-01-15 kl. 23:15

  Og eitur. Finn sárt til með konunni. Eða þannig. Til að fyrirbyggja allan misskilning nota ég stundum þetta eitur, hef þó líklega ekki nennt því núna einhver ár. Hver veit með þorrablótin, verð líklega að fara að skella mér í að læra að brugga.

 4. 5 ella 2010-01-15 kl. 23:16

  Og bráðskemmtilegur útsvarsþáttur. Pálmi toppaði það þó allt saman undir lokin.

 5. 6 hildigunnur 2010-01-16 kl. 12:57

  jámm, Pálmi var flottur 🙂

 6. 7 Jónajóns 2010-01-16 kl. 13:33

  Þetta gæti hafa verið amma mín. Hún notar hvert tækifæri sem hún getur til að níða niður Jóhönnu og Steingrím og þetta er allt þeim að kenna:) Hún fer reglulega í ríkið að kaupa vodka.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,078 heimsóknir

dagatal

janúar 2010
S M F V F F S
« Des   Feb »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: