ástralía

já mér býðst að fara til Ástralíu – þetta er svolítið spes, við hjónin erum á leið til Noregs í mars til að hlusta á fyrsta flutning Guðbrandsmessu í útlandinu, get eiginlega ekki sleppt því en svo, eins og Smettisvinir vita var verið að velja lag eftir mig til flutnings á ISCM (International Society for Contemporary Music) í Sydney í maí.

Mig hefur alltaf langað til að fara Down under en auðvitað kostar þetta helling, væntanlega gæti ég fengið einhverja styrki en klárt mig langar nú helst að taka bóndann með – ég er ekki viss um að það komi mörg tækifæri eða svipuð spörk í rassinn um að fara þarna hinu megin á hnöttinn og þá er frekar súrt að fara ein. Hátíðin borgar fyrir mig uppihald og gistingu í þrjá daga, en varla fer maður til Ástralíu fyrir þrjá daga?

Svo er pælingin – ég kemst yfirleitt ekki á svona contemporary music hátíðir, þyki of lagræn – verður maður ekki að nota tækifærið og fara til að hitta önnur tónskáld og stjórnendur og flytjendur og reyna að koma sér aðeins á framfæri? Músíkin mín er flutt svolítið erlendis en mér þætti náttúrlega ekkert verra ef það væri meira. Út frá þessu sjónarmiði væri eiginlega best að fara ein því maður tengist allt öðruvísi við fólk þegar maður er einn heldur en með viðhengi, hugsa maður sé latari að fara á hótelbarinn á kvöldin til að finna kollega þannig.

Æh ég veit ekki.

Allavega búin að skrá mig á styrkjanámskeið ÚTÓN á þriðjudagskvöldið…

14 Responses to “ástralía”


 1. 1 Björn Friðgeir 2010-01-8 kl. 09:14

  Farðu!
  Farðu!
  Farðu!
  Farðu!

  Var ég búinn að segja þér að drífa þig?

  Farðu!!

  Færðu það á tilfinninguna að mér finnist þið ættuð að skella ykkur?

 2. 2 ella 2010-01-8 kl. 09:44

  Sumt virkar nú bara eins og einusinniáævinnitækifæri og hvað gerir maður þá? Engin spurning.

 3. 3 vinur 2010-01-8 kl. 10:05

  Farðu! Dýrt, jú, so what með kærri. Guðlaug Hestnes

 4. 4 Harpa J 2010-01-8 kl. 10:06

  Fara, ekki spurning!
  Auðvitað verður þú að nota svona gott tækifæri, það er alveg borðleggjandi. Ein eða ekki ein – það er svo tæknileg útfærsla sem þið hjónin finnið út úr í ró og næði.

 5. 5 Kristín í París 2010-01-8 kl. 11:04

  Farðu. Ég legg til að Jón Lárus fari með þér og þið verðið eitthvað lengur. Hann lofar því að vera með góðan doðrant og sparkar þér út af herberginu til að hitta kollegana á kvöldin.

 6. 6 Árný 2010-01-8 kl. 18:28

  Fariði – lágmark 2 vikur í Ástralíu, svo þú hafir tíma til að skoða eitthvað þegar þú ert búin að jafna þig eftir ferðalagið. Tækifærieinusinniáævinni! Sérð alltaf eftir því ef þú ferð ekki – peningahliðin bjargast, reddast þó síðar verði 🙂 Góða ferð!

 7. 7 vinur 2010-01-8 kl. 19:59

  Ekki spurning-farið þið bæði. Bóndinn veit vel hvað það þarf til þess að halda sér í bransanum og koma sér á framfæri þannig að hann ýtir á eftir þér út þessa þrjá daga og svo er það bara Australia BABY í nokkra daga á eftir,saman í ró og næði:)
  Ég segi strax,góða skemmtun:) Frábært tækifæri.Svanfríður.

 8. 8 helgam 2010-01-9 kl. 10:05

  Mæli með Sidney og siglingu um höfnina. Farið á kínaverska veitingastaðinn á Circular Quay með með útsýni yfir óperuhúsið. Sitjið á þriðja borði til hægri og pantið ykkur pekingönd. Það svíkur ekki. Á eftir röltið þið um svæðið og fáið ykkur Royal Kobehagen ís. Toppurinn á tilverunni.

 9. 9 baun 2010-01-9 kl. 12:13

  Ég tek nú undir með flestum hér, þetta hljómar sem einstakt tækifæri. Getið þið ekki selt bílinn eða eitthvað, til að eiga fyrir þessu?

  (skulda þér einn, borgin heitir, eftir því sem ég frómast veit, Sydney;)

 10. 10 hildigunnur 2010-01-9 kl. 12:33

  Baun, rétt Sydney skyldi það vera. Breyti því, takk

  Selja bílinn – bwahahah, efast um að við fengjum meira en svona 20 þúsund fyrir blessaða 13 ára gömlu drusluna okkar, það færi ekki langt upp í ferðakostnað. Fyrir utan að það myndi ekkert ganga upp að vera bíllaus, því miður 😦

  En við erum alvarlega að skoða málið.

 11. 11 hildigunnur 2010-01-9 kl. 12:36

  Já og Helga, nóterað 😀

 12. 12 Oscar Ferrari 2010-01-11 kl. 21:43

  Potevi anche salutarmi dall’aereo! Farðu!

 13. 13 hildigunnur 2010-01-11 kl. 22:40

  Fará quello, ringraziamenti 😀

 14. 14 hofilius 2010-01-15 kl. 22:31

  Tek undir með hinum – einusinniáævinnitækifæri SKAL grípa sé nokkur möguleiki á.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.752 heimsóknir

dagatal

janúar 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: