Sarpur fyrir 8. janúar, 2010

ástralía

já mér býðst að fara til Ástralíu – þetta er svolítið spes, við hjónin erum á leið til Noregs í mars til að hlusta á fyrsta flutning Guðbrandsmessu í útlandinu, get eiginlega ekki sleppt því en svo, eins og Smettisvinir vita var verið að velja lag eftir mig til flutnings á ISCM (International Society for Contemporary Music) í Sydney í maí.

Mig hefur alltaf langað til að fara Down under en auðvitað kostar þetta helling, væntanlega gæti ég fengið einhverja styrki en klárt mig langar nú helst að taka bóndann með – ég er ekki viss um að það komi mörg tækifæri eða svipuð spörk í rassinn um að fara þarna hinu megin á hnöttinn og þá er frekar súrt að fara ein. Hátíðin borgar fyrir mig uppihald og gistingu í þrjá daga, en varla fer maður til Ástralíu fyrir þrjá daga?

Svo er pælingin – ég kemst yfirleitt ekki á svona contemporary music hátíðir, þyki of lagræn – verður maður ekki að nota tækifærið og fara til að hitta önnur tónskáld og stjórnendur og flytjendur og reyna að koma sér aðeins á framfæri? Músíkin mín er flutt svolítið erlendis en mér þætti náttúrlega ekkert verra ef það væri meira. Út frá þessu sjónarmiði væri eiginlega best að fara ein því maður tengist allt öðruvísi við fólk þegar maður er einn heldur en með viðhengi, hugsa maður sé latari að fara á hótelbarinn á kvöldin til að finna kollega þannig.

Æh ég veit ekki.

Allavega búin að skrá mig á styrkjanámskeið ÚTÓN á þriðjudagskvöldið…


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

janúar 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa