Sarpur fyrir 1. janúar, 2010

gleðilegt ár

kæru lesendur, takk fyrir frábær samskipti öll þessi bloggár (já og sumir auðvitað mikið lengur).

Ætla ekki í annál, bara hreinlega nenni því ekki. Strengi heldur engin nýársheit frekar en fyrri daginn.

Gamlárskvöld var púra snilld, stórfjölskyldan mætti í matarboð á Njálsgötuna eins og reyndar síðustu 11 ár – fyrir þeim 11 árum þegar Freyja var þriggja ætluðum við sem oft áður í Garðabæinn til momsies & popsies í mat og skaup og flugeldagláp en þá fékk Freyja gubbupest. Var að skríða saman en eiginlega ekki nógu góð til að fara í boð. Frekar en að sleppa öllu saman hringdum við mamma okkur saman og ákváðum að áramótaboðið yrði þetta árið hjá okkur.

Svo var auðvitað svo svakalega mikið fjör og flott uppi við Hallgrímskirkju að það kom ekkert til greina annað en boðið yrði héðan í frá hjá okkur.

Tengdafjölskyldan slóst svo í hópinn árið eftir og síðan þá hafa allir mætt hingað. Egilsstaðafjölskyldan auðvitað ekki eins oft og hinir en þó stundum líka.

Verður nú samt að viðurkennast að lætin á Hallgrímstorgi í ár voru sirka þriðjungur af því sem þau voru fyrir tveimur til þremur árum. Gerir ekki nokkurn hlut til. Flott samt.

Hrátt tvíreykt hangikjöt með melónu og piparrótarsósu í forrétt. Pínu fallegt:

Jamm, Wellingtonsteikin í aðalrétt og Charlotte au chocolat í desert voru alltílæ líka – en ég á ekki myndir af þeim…


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

janúar 2010
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa