get ekki lýst

því hvað mér þykir mikið þægilegra þegar unglingurinn fer í síðkvöldsheimsóknir til vina sinna (nú eða á skólaböll eða álíka) að geta bara lánað henni bílinn, hún eigi auðvelt far heim. Reyndar leikur hún iðulega strætó, það er bara fínt líka. Tókst að villast í kaffibollahringjum Hafnarfjarðar um daginn og vera stoppuð af löggunni – sem fannst mjög fyndið að þurfa að benda henni á hvernig hún slyppi út úr Firðinum.

Í kvöld er hún í Kópavogi. Ef henni þótti erfitt að rata í Hafnarfirði, hvernig verður þetta þá í þetta skiptið? Svona miðað við að sagan segir að Kópavogsbúar séu þeir sem keyrðu inn í Kópavoginn og rötuðu aldrei út aftur…

Auglýsingar

11 Responses to “get ekki lýst”


 1. 1 katacakes 2009-12-27 kl. 00:12

  Ég villist ooooft í Kópavogi. Hef ekki flutt þangað enn, samt

 2. 2 Eyja Kópavogsbúi 2009-12-27 kl. 00:26

  Já plís, hvernig kemst ég héðan út?

 3. 3 hildigunnur 2009-12-27 kl. 00:36

  Eyja, úff ef ég bara vissi! :O

  Kata, varstu með áttavita? Fífa tók með sér útprentað kort af nei.is…

 4. 4 Þóra Marteins 2009-12-27 kl. 00:37

  Amma skrapp í bíltúr. Við systkynin erum 3. ættliður Kópavogsbúa. Héðan sleppur enginn…

 5. 5 Vælan 2009-12-27 kl. 11:40

  hvernig hjálpar það henni að komast heim að leika strætó? hehehe

 6. 6 hildigunnur 2009-12-27 kl. 11:53

  henni ekki, en foreldrar vinanna eru ekkert sérlega fúlir 🙂

 7. 7 baun 2009-12-28 kl. 23:27

  Hvaða mórall er þetta alltaf útí Kópavoginn, minn gamla heimabæ;)

 8. 8 hildigunnur 2009-12-28 kl. 23:31

  tíhí, enginn mórall – en það verður að segjast að gatnakerfið í gamla austurbæ Kópavogs er pííínu flókið :þ

 9. 9 Meinhornid 2009-12-31 kl. 01:32

  Nei nei, þú þarft bara áttavita/GPS og beltagröfu. Tekur stefnuna í austur þar til þú finnur Gjána. Reykvíkingar áttuðu sig á því fyrir löngu að það þýðir ekkert að reyna að rata í gegnum Kópavog og kusu því að sprengja gat á hann.

 10. 10 Meinhornid 2009-12-31 kl. 01:33

  Uuuuh, eða vestur. Fannst þú endilega vera villt í vesturbæ Kópavogs. Ég hef fyrir satt að flestir íbúar þess hverfis hafi verið gestir sem neyddust til að setjast þar þegar þeim þótti ljóst að þeir myndu aldrei rata þaðan út.

 11. 11 hildigunnur 2009-12-31 kl. 07:58

  uss nei, vesturbær Kópavogs (vestan Gjár) er auðveldur, það er fyrir austan hana sem maður villist!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,753 heimsóknir

dagatal

desember 2009
S M F V F F S
« Nóv   Jan »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: