tómir tepokar

færslurnar hjá mér núna, ég bara nenni engan veginn að velta mér upp úr „ástandinu“, bara halda jól í friði.

Við krakkarnir þrifum nánast öll gólfin í íbúðinni í dag, bóndanum til mikillar gleði, þau eru venjulega hans deild og hann var ekki beinlínis farinn að hlakka til að eyða megninu af aðfangadegi í að sópa og skúra gólf. Svo bara skreytt, tréð komið upp, aldrei átt svona langt og mjótt jólatré en það er mjööög flott og hentar afskaplega vel í okkar þröngu stofur enda sérvalið og höggvið af Egilsstaðabróður sem veit vel hvað við eigum litlar stofur. Stelpurnar skreyttu tréð, appelsínugul sería, gyllt og fjólublátt skraut. Ljósagardínurnar mislitu eru líka komnar upp og ljósajólatré í gaflgluggann. Fjólublá sería í horni á stofunni og skærblá úti, ég er litaóð og myndi aldrei vilja hafa bara hvítar seríur.

Skruppum í Þorláksmessuboðið til Nönnu að venju og hittum þar fullt af skemmtilegu fólki. Takk fyrir okkur enn og aftur, Nanna. Laugaveginn heim, hellingur af fólki og gríðarstemning.

Nú er að sjá hvort mér tekst að sofa út í fyrramálið eins og ég náði í morgun, annars steinhætt að geta þetta. Verulega góð tilfinning að það sé bara í góðu lagi að sofa fram til hádegis á aðfangadag…

2 Responses to “tómir tepokar”


  1. 1 Kristín í París 2009-12-24 kl. 07:55

    Ég vildi óska að það væru fleiri að gefa mér te. Alveg hrikalega róleg tíð hjá bloggvinunum. Svo gaman að lesa um stússið hjá öllum, kannski er maður api, en ég fæ hvílíkt kikk út úr þessu, ekkert svona í gangi hjá frönsku fjölskyldunni eða vinunum.

  2. 2 hildigunnur 2009-12-24 kl. 12:52

    gjörðu svo vel, vona tebollinn smakkist vel 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.797 heimsóknir

dagatal

desember 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: