jólasöngvar

Langholtsins í kvöld, fyrstu voru í gærkvöldi, ég hef Freyju grunaða um að vanta járn, hún hvítnaði öll upp á tónleikunum og varð að fara heim í hléi, systir hennar náði að skutla henni og vera komin á tíma fyrir seinni partinn. Gef henni slátur í matinn í kvöld og sjáum nú til, vonandi heldur hún út (veit nú ekki hvort það er alveg svo fljótvirkandi samt). Hlakka allavega helling til að heyra í þeim í kvöld, ég fer á seinni tónleikana klukkan 11 til nærri hálftvö…

7 Responses to “jólasöngvar”


 1. 1 Guðný 2009-12-19 kl. 20:42

  Prófaðu C-vítamín, það er hraðvirkara! Vinnur járnið úr fæðunni.

 2. 2 hildigunnur 2009-12-19 kl. 21:14

  ah takk, fer með svoleiðis á eftir svo hún geti tekið töflu fyrir seinni tónleikana (held ég eigi…)

 3. 3 vinur 2009-12-19 kl. 23:29

  Yfirkeyrð kannski, eða hreinlega lasin? Kveðja í bæinn. Guðlaug Hestnes

 4. 4 baun 2009-12-19 kl. 23:42

  Rúsínur eru líka járnríkar, allavega eru þær alltaf í boði í blóðbankanum.

 5. 5 EinarI 2009-12-20 kl. 10:07

  Cheerios ku vera járnbætt líka.

 6. 6 hildigunnur 2009-12-20 kl. 10:21

  jámm, ég fór með járnpakka til hennar, cheerioshringi og appelsínusafa og fjölvítamíntöflu (átti ekki púra C-vítamín þegar til átti að taka), svo keyrði hún sig á þrúgusykurstöflum frá Jónsa. Gekk fínt. Man þetta með rúsínurnar – er það samt ekki frekar sykurinn en járn?

 7. 7 Vælan 2009-12-20 kl. 21:57

  nei það er járnið, manni er sagt að gefa krökkum rúsínur ef þau eru járnlítil allavega..


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.924 heimsóknir

dagatal

desember 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: