meiri sterar

jamm, lungnalæknirinn fyrirskipar annan sterakúr og áframhald af bakflæðidótinu. Segir þurfa þolinmæði, þetta muni koma á endanum. Fór í myndatöku í gær og það sést ekkert að lungunum – eins og læknirinn var reyndar búinn að spá. Hringdi síðan í mig (inn í miðjan leikfimitíma) og sagði mér að byrja aftur á lyfjunum. Varaði við meiri matarlyst (urrg, tók eftir því síðast), að ég gæti orðið uppstökkari (hmm, veit ekki með það, þarf að spyrja fjölskylduna), erfiðleikum með svefn (ekki sem verst síðast nema þegar ég asnaðist til að fá mér tebolla eitt kvöldið).

Ég vona bara ég fái frekar dugnaðarkast, klári karlakóralagið og komist vel af stað með strengjakvartettinn fyrir Tékkland. Já og svo má alveg við því að þrífa smá hérna fyrir jólin – ágætt að fá pínu steraspark til þess (já já ég veit það þarf ekki að stressa sig þannig fyrir jólin en einhvern tíma árs verður víst að þrífa almennilega inn í hornin og upp á skápum, hví ekki núna?)

4 Responses to “meiri sterar”


 1. 1 Fríða 2009-12-11 kl. 13:03

  Já, og kannski verðurðu bara farin að hlaupa eins og andskotinn um allar götur bæjarins áður en við er litið!

 2. 2 hildigunnur 2009-12-11 kl. 13:07

  tíhí, hver veit – sjá líka nýjasta facebookstatus (Hildigunnur Rúnarsdóttir tekur kast, þvær upp í höndunum, tekur til og þrífur eins og skrímslið undir rúmi í vísu eftir Davíð Þór Jónsson – áður en hún fattar að hún er reyndar ekki búin að taka fyrsta steraskammtinn…)

 3. 3 Imba 2009-12-11 kl. 13:11

  You poor thing!

 4. 4 Harpa J 2009-12-14 kl. 13:27

  Jamm – sterar eru góðir til síns brúks, en bévítans aukaverkanirnar eru ekki spennandi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.797 heimsóknir

dagatal

desember 2009
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: