íslensk alvöruskinka

já, svona til að borða, ekki ljóshærð og feik brún, fundum svoleiðis í Frú Laugu í gær. Er frá kjötvinnslu sem heitir Krás, í Laxárdal (fyrir utan Selfoss, ekki fyrir norðan). Einhverra hluta vegna heitir þetta salsa skinka, ég næ ekki alveg upp í það, en hún er jafn góð og fínar skinkur úr góðum þýskum kjötborðum.

Hlaut að vera hægt að framleiða góða vöru hér, ég hef aldrei skilið hvers vegna megnið af niðursneiddri skinku sem fæst hér er óæt. Mæli allavega með að lesendur prófi.

7 Responses to “íslensk alvöruskinka”


 1. 1 baun 2009-12-5 kl. 17:21

  Og hvað kostaði hún? Mér finnst flestallt svo dýrt í Frú Laugu..

 2. 2 hildigunnur 2009-12-5 kl. 17:32

  jú hún er væntanlega ekki alveg ódýr, og búðin er ekki í samkeppni við Bónus – en maður veit hvað maður er að kaupa…

 3. 3 hildigunnur 2009-12-5 kl. 22:56

  2.300 kall kílóið, og það er EKKI dýrt!

 4. 4 baun 2009-12-6 kl. 12:47

  Nei, það er alls ekki dýrt. Ég ætla að prófa:)

 5. 5 Harpa J 2009-12-6 kl. 12:48

  Nei – alls ekki. Það er sirka verðið á rennblautri vatnsblandari ógeðsskinku í búðinni hjá mér allavega.

 6. 6 Þorbjörn 2009-12-6 kl. 20:53

  Ég er alvarlega að hugsa um að prófa að búa sjálfur til svona skenku. (flámælið er austferskt)

 7. 7 hildigunnur 2009-12-6 kl. 23:36

  Þorbjörn, drífa sig í bæinn, greinilega búinn að vera fullengi fyrir östan 😉

  En já, það er pottþétt hægt að gera svona skinku, kaupa svínslæri eða bóg, leggja í pækil og hengja og ikkva. Varstu að skoða síðuna hans Ragnars læknis og kokks?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 365,947 heimsóknir

dagatal

desember 2009
S M F V F F S
« Nóv   Jan »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: