gömul vinkona mín kom hér í mat um daginn, hún hafði með sér danskan ost sem er algjört æði, ekki Gamle Ole né heldur Gamle Oles Farfar, þessi er samt ekki ólíkur, heitir Gamle Svend.
Af honum er ekki beinlínis ilmur.
Fyrst kom Freyja með táfýluostanafnbótina en svo í gær fussaði hún og sveiaði yfir fýlunni af grameðluostinum atarna.
En hún borðaði hann nú samt bráðinn út á gratíneruðu lauksúpuna í kvöld og fannst góður.
Nýlegar athugasemdir