Sarpur fyrir 30. nóvember, 2009

grameðluostur

gömul vinkona mín kom hér í mat um daginn, hún hafði með sér danskan ost sem er algjört æði, ekki Gamle Ole né heldur Gamle Oles Farfar, þessi er samt ekki ólíkur, heitir Gamle Svend.

Af honum er ekki beinlínis ilmur.

Fyrst kom Freyja með táfýluostanafnbótina en svo í gær fussaði hún og sveiaði yfir fýlunni af grameðluostinum atarna.

En hún borðaði hann nú samt bráðinn út á gratíneruðu lauksúpuna í kvöld og fannst góður.

langar

svoooo að fara að hlusta á krakkana mína í kvöld, Finnur að spila í fyrsta skipti í White Christmas með Suzukikrökkunum, Freyja í fjórða, hún hins vegar í Pachelbel (ekki að það sé skemmtiefni fyrir sellóleikarana en samt…) Freyja líka tvö erfið lög með sellóhópnum sínum. Get bara ómögulega sleppt síðustu kóræfingunni fyrir jól – sérstaklega vegna þess að þeirri fyrir viku var fórnað á altari Beethoven níundu.

Svo kemst ég ekki á tónleika yngri deildarinnar vegna sýningar á Söngvaseið á laugardaginn. Vond mamma!

Eins gott að pabbinn klikki ekki á vídjóupptökunni á eftir…


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa