langur dagur í dag, Söngvaseiðssýning, (fyrsta kirkja, í nunnuklaustrinu) mæting eitt, búið kortér fyrir fimm, brunað beint inn í Hallgrím (kirkja #2), tónleikar hjá Finni og hinum strákunum í Drengjakórnum, nánast troðfull kirkja, yndislegir tónleikar hjá þeim, heim sækja Freyju, selló og víólu, beint á æfingu í Grensás (#3) fyrir tónleika á morgun hjá Finni og Freyju, þaðan keyra stelpurnar næstum hálftíma of seint inn í Langholt (#4), Finn heim, aftur í Langholtið á aðventukvöld að hlusta á stelpurnar.
Í öllum kirkjunum nema nunnuklausturskirkjunni heyrði ég síðan mismunandi útgáfur af White Christmas – allt flutt af börnunum mínum ásamt kórum og hljómsveitum þeirra. Þrjár mismunandi í dag. Þarf eiginlega að finna Bing Crosby á jútjúb og hlusta. Og þó, væmið…
Hér kemur ein útgáfa dagsins. Reyndar síðan í Kringlunni í gær.
Nýlegar athugasemdir