Sarpur fyrir 29. nóvember, 2009

margar útgáfur og margar kirkjur

langur dagur í dag, Söngvaseiðssýning, (fyrsta kirkja, í nunnuklaustrinu) mæting eitt, búið kortér fyrir fimm, brunað beint inn í Hallgrím (kirkja #2), tónleikar hjá Finni og hinum strákunum í Drengjakórnum, nánast troðfull kirkja, yndislegir tónleikar hjá þeim, heim sækja Freyju, selló og víólu, beint á æfingu í Grensás (#3) fyrir tónleika á morgun hjá Finni og Freyju, þaðan keyra stelpurnar næstum hálftíma of seint inn í Langholt (#4), Finn heim, aftur í Langholtið á aðventukvöld að hlusta á stelpurnar.

Í öllum kirkjunum nema nunnuklausturskirkjunni heyrði ég síðan mismunandi útgáfur af White Christmas – allt flutt af börnunum mínum ásamt kórum og hljómsveitum þeirra. Þrjár mismunandi í dag. Þarf eiginlega að finna Bing Crosby á jútjúb og hlusta. Og þó, væmið…

Hér kemur ein útgáfa dagsins. Reyndar síðan í Kringlunni í gær.

haha

ekki veit ég hvernig mér tókst að líma vitlaust myndband inn, ég var eitthvað ósátt við keyrsluna á jútjúblinknum þannig að ég skoðaði Chanson triste líka og hef greinilega klippt og skorið þaðan. Vandamálið var síðan ekki youtube heldur væntanlega of margt opið hjá mér. Allavega búin að líma rétt myndband inn núna, Ella og Guðlaug…


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa