Sarpur fyrir 23. nóvember, 2009

fffuuu, vona

að lesendur mínir hafi ekki ætlað að flykkjast í auðu sætin í Langholtskirkju í kvöld, ég held það hafi verið selt 20 miðum fleira en kemst í kirkjuna. Bætt við sætaröðum meðfram bekkjunum og einum heilum bekk fremst, Fífu til hrellingar þar sem henni fannst hún reka bogann framan í konu sem þar sat, í hverju stroki.

Glæsilegur flutningur hjá krökkunum, maður sat þarna rígmontinn og með tárin í augunum. Takk fyrir mig, allir!

hlakka allverulega

til tónleika kvöldsins, annað rennsli á Níundu sinfóníu Beethovens hjá krökkunum í Ungfóníu og Háskólakórnum. Heyrði vel af fyrri flutningnum látið og hann ætti að vera enn betri í kvöld.

Kíkið endilega í Langholtskirkju klukkan 8 – veit ekki betur en enn sé til eitthvað af miðum. Við ætlum að mæta snemma til að fá þokkaleg sæti…


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa