æji

nú rekast tónleikar illilega á – var búin að fá miða á Heilagrar Cecilíumessuna hans Áskels í Hallgrímskirkju klukkan fjögur, þá hefur Jónsi samband og býður mér á tónleikana inni í Langholti klukkan fimm, þar er meðal annars verið að flytja verk eftir mig, ég afþakka pent en svo uppgötva ég áðan að stelpurnar mínar eru báðar að syngja á þeim tónleikum, Freyja að koma fram á tónleikum með Graduale í fyrsta skiptið. Lúxusvandamál þarna á ferð. Held ég verði samt eiginlega að hlusta á Cecilíu en verð hinum megin í anda (tíhí, kannski maður setjist bara við dyrnar og laumist út og taki bíl inn í Langholt fyrir fimm ef ekki verður gaman í Hallgrími. Efast samt stórlega um það…)

Auglýsingar

8 Responses to “æji”


 1. 2 Þorbjörn 2009-11-22 kl. 15:50

  Þú mætir bara of seint í Langholtið, getur eflaust náð stórum hluta þeirra tónleika, allavega er því spáð í útvarpinu að tónleikunum ljúki 17:30. Hvað er ég að röfla hérna, þú ert auðvitað farin, tónleikarnir byrja eftir 10 mínútur…

 2. 3 ella 2009-11-22 kl. 17:41

  Ég hlustaði í útvarpinu á vinnustofunni, þetta hljómaði mjög vel með glerinu sem ég var að vinna með.

 3. 4 baun 2009-11-22 kl. 19:54

  Þeir voru mjög flottir tónleikarnir í Langholtskirkju:)

 4. 5 vinur 2009-11-22 kl. 20:57

  Náðir þú báðum? Hlustaði frá Hallgrími og naut þess. Kær í bæinn. Guðlaug Hestnes

 5. 6 hildigunnur 2009-11-22 kl. 23:40

  Náði bara Cecilíu, flottir tónleikar og mjög margt flott í verkinu. Ekki fræðilegur að hlaupa út, við Fríða sátum á gríðarlega áberandi stað… Fórum svo beint upp í Skúlatún, Tónverkamiðstöð reddaði sal fyrir partíið eftir tónleikana og við vildum vera komnar þangað á undan gestunum.

  Stelpurnar sungu í verki #2 í Langholtskirkju, kórinn þeirra labbaði út og í stað þess að setjast inn og hlusta á rest fóru þær bara heim – örugglega dauðfegnar að ég var ekki, þannig að þær kæmust heim, Fífa að fara í söngprófið sitt á morgun og líka bara að byrja í prófum í skólanum, veitti ekkert af tímanum.

 6. 7 Þóra Marteins 2009-11-25 kl. 17:46

  Ég sá stelpurnar þínar syngja. Þetta var stórglæsilegt hjá þeim 🙂

 7. 8 hildigunnur 2009-11-25 kl. 21:11

  takk takk, Þóra, hvernig gekk þitt?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,753 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
« Okt   Des »
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: