Sarpur fyrir 22. nóvember, 2009

æji

nú rekast tónleikar illilega á – var búin að fá miða á Heilagrar Cecilíumessuna hans Áskels í Hallgrímskirkju klukkan fjögur, þá hefur Jónsi samband og býður mér á tónleikana inni í Langholti klukkan fimm, þar er meðal annars verið að flytja verk eftir mig, ég afþakka pent en svo uppgötva ég áðan að stelpurnar mínar eru báðar að syngja á þeim tónleikum, Freyja að koma fram á tónleikum með Graduale í fyrsta skiptið. Lúxusvandamál þarna á ferð. Held ég verði samt eiginlega að hlusta á Cecilíu en verð hinum megin í anda (tíhí, kannski maður setjist bara við dyrnar og laumist út og taki bíl inn í Langholt fyrir fimm ef ekki verður gaman í Hallgrími. Efast samt stórlega um það…)


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa