textinn

já þessi sem ég er búin að leita að í óratíma…

Fundinn.

Tók nokkrar ljóðabækur á bókasafninu um daginn, aðallega vesturheimsskáld, Stephan G og Káinn, er að spá í að gera kannski eitthvað smotterí fyrir ferð Drengjakórsins á næsta ári, ef þeir vilja.

Nema hvað:

Freyja er heima í dag, lasin, ég á ekki auðvelt með að semja þegar einhver er heima þannig að ég ákveð bara í morgun þegar við erum búin að moka Finni í skólann og Jón Lárus og Fífa farin í vinnu og skóla að fara nú bara aftur niður að leggja mig. Sé kannski ekki fram á að geta sofnað, er enn á svo stórum steraskammti að því fylgja erfiðleikar með svefn. Gríp því Stephan G, opna þar sem ég er komin, þar eru ljóð til einstaklinga, framhjá þeim, finn þetta fína ljóð. Jahá, svona gæti lag byrjað við þetta. Rýk upp í tölvu til að gleyma þessu nú ekki, sest við, klára laglínuna, kíki á altinn, já hvernig væri að hafa nú byrjunina í bassa og tenór svona – og nú er lagið bara tilbúið. Truflaði mig ekki einu sinni að hafa sjónvarpið niðri í gangi.

Vildi þetta gengi oft svona vel…

5 Responses to “textinn”


 1. 1 Fríða 2009-11-19 kl. 12:36

  En ef þetta er nú bara þannig að tónskáld fá fyrirfram ákveðinn fjölda tónverka sem þeir mega semja um ævina? Ekki viltu klára kvótann strax? Þá kannski þyrfti bara að skrifa handrit að annarri amadeus kvikmynd um þig. Kannski á bara að vera stífla inn á milli.

 2. 2 hildigunnur 2009-11-19 kl. 12:56

  uss, þá vil ég vera eins og Vivaldi, mörghundruð verk…

 3. 3 ella 2009-11-19 kl. 16:54

  Sterar eru þá semsagt málið? Uss neinei bara grín, gaman þegar manni gengur svona.

 4. 4 hildigunnur 2009-11-19 kl. 16:58

  Ella haha, já ætli það sé ekki bara málið? Best að einhenda sér í karlakórastykkið og strengjakvartettinn á meðan ég er enn á kúrnum 😀 (eða úff, ætli lagið sé ólöglegt annars…)

 5. 5 Fríða 2009-11-20 kl. 11:57

  án gríns, ég held það sé eitthvað til í þessu hjá Ellu, sonur minn lærði að lesa af sjálfu sér 4ra ára þegar hann var á þessum risasteraskömmtum sem hann fékk. Það má bara ekki tala um svoleiðis samhengi


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.416 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: