tónleika dótturinnar og félaga í Ungfóníu og Háskólakórnum:
Ungfónía flytur um helgina eitt magnaðasta verk tónlistarsögunnar, sjálfa 9. sinfóníu Beethovens. Fjórði þátturinn er frægastur fyrir Óðinn til gleðinnar sem allir þekkja, en þar hefur Háskólakórinn upp raust sína og fjórir einsöngvarar. Samtals taka um 130 manns þátt í flutningnum. Þetta er í fyrsta sinn sem ungir hljóðfæraleikarar og söngvarar flytja verkið hér á landi.
Tónleikarnir eru laugardaginn 21. nóvember kl. 17.00 og mánudaginn 23. nóvember kl. 20.00, bæði skiptin í Langholtskirkju. Miðar kosta aðeins kr. 2.000 og 1.500 fyrir nemendur og ellilífeyrisþega. Hafið endilega samband í kommentakerfinu og pantið miða.
Nýlegar athugasemdir