félagsmálatröllið

já, tókst náttúrlega að vera kosin formaður foreldrafélags Gradualekórsins á fundinum áðan. Hvers vegna getur maður ekki haldið sér saman? (ókei það var reyndar búið að undirstinga mig með það, með loforði um að þetta sé ekki mikil vinna – fjáröflunarnefnd og ferðanefnd eru ekki á formanns könnu sem betur fer).

Á leiðinni út af fundi tókst mér svo líka að fá festa pöntun á verki fyrir karlakór. Eins gott maður! var ekki farið að lítast á blikuna, ekki nema eitt verk í gangi…

Svo er ég loksins búin að panta mér tíma hjá lungnasérfræðingi, ég hef ansi sterkan grun um að ég þurfi á smá sterameðferð að halda. Lækningaráðgjafinn minn á emmessenninu tók undir þá greiningu. Fer á mánudaginn, mamma kennir fyrir mig einn tíma, var heppin að það hafði losnað tími hjá sérfræðingnum. Er nefnilega bara ekki að skána nokkurn skapaðan hlut.

5 Responses to “félagsmálatröllið”


 1. 1 Harpa J 2009-11-13 kl. 09:13

  Látt’ekkisonna, þú hefur gamanaððessu! (Formannsdjobbinu – ekki lungnaveseninu) Gangi þér vel hjá doksa.

 2. 2 hildigunnur 2009-11-13 kl. 09:36

  haha jájá þetta ER gaman, ég hef bara eiginlega ekki tíma. Takk takk.

 3. 3 baun 2009-11-14 kl. 08:57

  Félagsmálaströllskessa er skemmtilegt orð:-)

  Vona að þú fáir bót meina þinna fljótt og vel, það er svo leiðinlegt að vera lasinn.

 4. 4 baun 2009-11-14 kl. 08:58

  félagsmálatröllskessa átti þetta að vera

 5. 5 hildigunnur 2009-11-14 kl. 10:47

  félagsmálatröllskessa já það er ég 😛


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.924 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: