já, tókst náttúrlega að vera kosin formaður foreldrafélags Gradualekórsins á fundinum áðan. Hvers vegna getur maður ekki haldið sér saman? (ókei það var reyndar búið að undirstinga mig með það, með loforði um að þetta sé ekki mikil vinna – fjáröflunarnefnd og ferðanefnd eru ekki á formanns könnu sem betur fer).
Á leiðinni út af fundi tókst mér svo líka að fá festa pöntun á verki fyrir karlakór. Eins gott maður! var ekki farið að lítast á blikuna, ekki nema eitt verk í gangi…
Svo er ég loksins búin að panta mér tíma hjá lungnasérfræðingi, ég hef ansi sterkan grun um að ég þurfi á smá sterameðferð að halda. Lækningaráðgjafinn minn á emmessenninu tók undir þá greiningu. Fer á mánudaginn, mamma kennir fyrir mig einn tíma, var heppin að það hafði losnað tími hjá sérfræðingnum. Er nefnilega bara ekki að skána nokkurn skapaðan hlut.
Nýlegar athugasemdir