framundan.
Fyrramál, æfing í Guðríðarkirkju frá tíu til tvö, þá rjúka niður í Suzukiskóla og sjá stráksa spila á tónleikum sem byrja klukkan tvö, þá beint upp í Kringlu, drengjakórinn er með köku- og allsherjarbasar þar, við eigum vaktina frá þrjú til sex eða þangað til allt er búið. Leyfi mér að vona að allt verði búið fyrir klukkan þrjú. Skutla stráksa til ömmu sinnar og koma mér heim, erum að fara á óperusýninguna um kvöldið.
Nema dagurinn verði svona: Æfing frá tíu til tvö – fá að fara fyrr og taka Söngvaseiðssýningu, mæting eitt, þá tekur Jón Lárus tónleika Finns (verður þar reyndar hvort sem er) og basarinn og skutlið til ömmu. Eiginlega auðveldari þannig, dagurinn.
Sunnudagur. Mæting klukkan níu um morguninn í Seltjarnarneskirkju, spiluð eitt stykki Haydnmessa í morgunmessu, heim, mæting í Guðríðarkirkju klukkan eitt, æfum Rauðan hring og kíkjum væntanlega eitthvað á Bölvunina líka. Tónleikar þar klukkan fjögur (muuuuna að mææææta aaaaalliiiir), búnir rúmlega fimm, þá verður væntanlega eitthvað gert eftir tónleika.
Verður bara þægilegt að mæta í vinnuna á mánudaginn…
Við erum líka að fara í Óperuna á morgun hjónin. Hlakka mikið til. Guðrún S. Hil.