aldrei hélt ég

að ég myndi banna barni sem þrábiður um að fá að fara á sinfóníutónleika að fara.

Stelpurnar fóru á Eldfuglinn á Heyrðu mig nú! tónleikum Sinfó. Finn langaði svoooooooo að fara með, en hann var þegar orðinn dauðþreyttur eftir daginn og langur og erfiður dagur hjá honum á morgun þannig að ég setti stólinn fyrir dyrnar.

Eldfuglinn verður vonandi fljótlega fluttur aftur…

Auglýsingar

7 Responses to “aldrei hélt ég”


 1. 1 parisardaman 2009-11-6 kl. 22:21

  Hehe, erfitt en örugglega rétt ákvörðun! Gott að þér er að byrja að batna, góða annasama helgi!

 2. 2 ella 2009-11-7 kl. 01:42

  🙂 Uppeldisvandinn getur verið af ýmsum toga.

 3. 3 Finnbogi 2009-11-7 kl. 08:32

  Reyndar eru bara 3-4 vikur síðan Eldfuglinn var fluttur á fjölskyldutónleikum svo það gæti orðið bið á því. Það hefði reyndar verið nær að senda hann á fimmtudagskvöldið – þá hefði hann líka heyrt Walton konsertinn.

 4. 4 hildigunnur 2009-11-7 kl. 09:04

  Jámm, það var því miður ekkert inni í myndinni heldur – hann verður að vera kominn í ró klukkan níu og sofnaður klukkan hálftíu ef hann á ekki að vera gersamlega ónýtur á skólamorgni. Þarf miklu meiri svefn en stelpurnar á hans aldri.

 5. 5 vinur 2009-11-7 kl. 19:20

  Mér finnst nú eiginlega yndislegt að banna honum að sjá Eldfuglinn því oftar heyrir maður nú af foreldrum sem banna t.d sjónvarpsáhorf af bannaðri mynd eða e-ð slíkt. Er þér alveg batnað?
  Svanfríður.

 6. 6 vinur 2009-11-7 kl. 22:20

  Já það er slæmt að vera lítill og langa á Synfó en vera bannað að fara. Eiginlega alveg dásamlegt. Finnur fer bara seinna. Er hann alveg hættur að blogga drengurinn? Kærust í kotið, Guðlaug Hestnes

 7. 7 hildigunnur 2009-11-7 kl. 22:57

  Hann nær að fara og hlusta á þetta síðar, hefur tímann fyrir sér blessaður. Jafnvel spila það ef hann heldur áfram á víóluna. Já það væri synd að segja að hann sé á kafi í blogginu…

  Svanfríður nei ekki alveg en þetta er á réttri leið sem betur fer.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,062 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
« Okt   Des »
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: