Sarpur fyrir 6. nóvember, 2009

aldrei hélt ég

að ég myndi banna barni sem þrábiður um að fá að fara á sinfóníutónleika að fara.

Stelpurnar fóru á Eldfuglinn á Heyrðu mig nú! tónleikum Sinfó. Finn langaði svoooooooo að fara með, en hann var þegar orðinn dauðþreyttur eftir daginn og langur og erfiður dagur hjá honum á morgun þannig að ég setti stólinn fyrir dyrnar.

Eldfuglinn verður vonandi fljótlega fluttur aftur…

já nefnilega

spurning um hvort þetta var svínið sjálft eftir allt saman? Þarf víst ekki að vera neinn hiti að ráði, talað um andþyngsli og verk í lungum, jahá. Passar allt saman. Fann greinina í svarhala hjá Ellu.

Kannski var ég heppin að vera búin að vera í púli í leikfimi í 2 mánuði fyrir veikindi, samkvæmt greininni hjálpar það helling.

Maður spyr sig.

Alveg góð, nei ekki enn en líður miklu miklu betur takk.

brjáluð helgi

framundan.

Fyrramál, æfing í Guðríðarkirkju frá tíu til tvö, þá rjúka niður í Suzukiskóla og sjá stráksa spila á tónleikum sem byrja klukkan tvö, þá beint upp í Kringlu, drengjakórinn er með köku- og allsherjarbasar þar, við eigum vaktina frá þrjú til sex eða þangað til allt er búið. Leyfi mér að vona að allt verði búið fyrir klukkan þrjú. Skutla stráksa til ömmu sinnar og koma mér heim, erum að fara á óperusýninguna um kvöldið.

Nema dagurinn verði svona: Æfing frá tíu til tvö – fá að fara fyrr og taka Söngvaseiðssýningu, mæting eitt, þá tekur Jón Lárus tónleika Finns (verður þar reyndar hvort sem er) og basarinn og skutlið til ömmu. Eiginlega auðveldari þannig, dagurinn.

Sunnudagur. Mæting klukkan níu um morguninn í Seltjarnarneskirkju, spiluð eitt stykki Haydnmessa í morgunmessu, heim, mæting í Guðríðarkirkju klukkan eitt, æfum Rauðan hring og kíkjum væntanlega eitthvað á Bölvunina líka. Tónleikar þar klukkan fjögur (muuuuna að mææææta aaaaalliiiir), búnir rúmlega fimm, þá verður væntanlega eitthvað gert eftir tónleika.

Verður bara þægilegt að mæta í vinnuna á mánudaginn…


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa