Bölvun járnsins

Plöggplögg, ekki missa af þessum, verða magnaðir tónleikar!

Bölvun járnsins og ákall til regnsins

Sunnudaginn 8. nóvember kl. 16:00 heldur Sönghópurinn Hljómeyki tónleika í Guðríðarkirkju, Grafarholti. Yfirskrift tónleikanna er Bölvun járnsins, en flutt verður á tónleikunum samnefnt verk eftir eistneska tónskáldið Veljo Tormis. Flytjendur í því verki ásamt Hljómeyki eru Þorbjörn Rúnarsson, tenór, Jóhann Smári Sævarsson, bassi og Frank Aarnink, slagverksleikari.
Annað stórt verk sem flutt verður er Cloudburst eftir bandaríska tónskáldið Eric Whitacre. Þeir Veljo Tormis (1930) og Eric Whitacre (1970) eru meðal merkustu kórtónskálda 20. og 21. aldar. Það má segja að í þessum tveimur verkum sæki þeir báðir efnivið sinn í þjóðtrúna. Texti Veljo Tormis er að hluta sóttur í Kalevala-ljóð Finna en texti Cloudburst er byggður á ljóði mexíkanska ljóðskáldsins Octavio Paz. Í verki Veljo Tormis er járninu bölvað og þeim drápsvélum sem hafa verið búnar til úr því en í Cloudburst er rigningin ákölluð og til að ná fram réttri stemmningu í verkinu er m.a. leikið á handbjöllur og slagverk. Slagverksleikarar í Cloudburst eru Frank Aarnink og Jóhann Friðriksson, ásamt kórfélögum.
Önnur verk sem flutt verða eru hluti af verkinu Madrigali: Six Firesongs eftir Morten Lauridsen, tveir söngvar úr Sept chansons eftir Francis Poulenc, Rauður hringur eftir Þuríði Jónsdóttur og Hvíld eftir Huga Guðmundsson. Stjórnandi Sönghópsins Hljómeykis er Magnús Ragnarsson.
Aðgangseyrir er kr. 2000.-

Auglýsingar

2 Responses to “Bölvun járnsins”


  1. 1 Toggi 2009-11-1 kl. 23:16

    Grrr. alvöru kórtónleikar með alvöru verkum sem ekki eru kristileg og óvíst að ég komist. Reyndar nokkuð ljóst að ég næ þessu ekki, Hálfvitar að spila í Skagafirði kvöldið áður og eru nokkuð svefnþungir daginn eftir.

    En djöfull langar mig. Tormis er meistari, Poulenc er uppáhalds, Þorbjörn er flottur og Frank er snillingur. Hjómeyki flott líka.

  2. 2 hildigunnur 2009-11-1 kl. 23:21

    Toggi, uss, svo svefnþungir eruð þið nú varla – émeina Grafarholt er jú hálfa leið norður… 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,069 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
« Okt   Des »
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: