Sarpur fyrir 1. nóvember, 2009

bóndinn

fór með strákunum í kórnum í æfingabúðir yfir helgina, skemmti sér bara vel og þetta var ekki eins erfitt og hann hélt. Náði einum góðum brandara á föstudagskvöldið – hann neitar að blogga honum sjálfur þannig að ég má:

Þegar nokkrir foreldrar fara með svona strákahóp í ferð er svo sem nóg um að vera þannig að reynt er að hafa eldamennskuna frekar einfalda. Á föstudagskvöldinu voru sænskar kjötbollur sem er hægt að kaupa frosnar í pokum í IKEA. Jóni fannst þetta náttúrlega bráðsniðugt, verst hvað það væri samt mikið vesen að þurfa að skrúfa þær allar saman…

Bölvun járnsins

Plöggplögg, ekki missa af þessum, verða magnaðir tónleikar!

Bölvun járnsins og ákall til regnsins

Sunnudaginn 8. nóvember kl. 16:00 heldur Sönghópurinn Hljómeyki tónleika í Guðríðarkirkju, Grafarholti. Yfirskrift tónleikanna er Bölvun járnsins, en flutt verður á tónleikunum samnefnt verk eftir eistneska tónskáldið Veljo Tormis. Flytjendur í því verki ásamt Hljómeyki eru Þorbjörn Rúnarsson, tenór, Jóhann Smári Sævarsson, bassi og Frank Aarnink, slagverksleikari.
Annað stórt verk sem flutt verður er Cloudburst eftir bandaríska tónskáldið Eric Whitacre. Þeir Veljo Tormis (1930) og Eric Whitacre (1970) eru meðal merkustu kórtónskálda 20. og 21. aldar. Það má segja að í þessum tveimur verkum sæki þeir báðir efnivið sinn í þjóðtrúna. Texti Veljo Tormis er að hluta sóttur í Kalevala-ljóð Finna en texti Cloudburst er byggður á ljóði mexíkanska ljóðskáldsins Octavio Paz. Í verki Veljo Tormis er járninu bölvað og þeim drápsvélum sem hafa verið búnar til úr því en í Cloudburst er rigningin ákölluð og til að ná fram réttri stemmningu í verkinu er m.a. leikið á handbjöllur og slagverk. Slagverksleikarar í Cloudburst eru Frank Aarnink og Jóhann Friðriksson, ásamt kórfélögum.
Önnur verk sem flutt verða eru hluti af verkinu Madrigali: Six Firesongs eftir Morten Lauridsen, tveir söngvar úr Sept chansons eftir Francis Poulenc, Rauður hringur eftir Þuríði Jónsdóttur og Hvíld eftir Huga Guðmundsson. Stjórnandi Sönghópsins Hljómeykis er Magnús Ragnarsson.
Aðgangseyrir er kr. 2000.-


bland í poka

teljari

  • 377.779 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa