hvað er

með að búa til nammi – ja reyndar hálstöflur – með sápubragði?

Bað Jón Lárus að kaupa Läkerol með lakkrísbragði, hann kemur heim með ágætis pakka, svartan, en það var sko ekki lakkrísbragð fyrir fimmeyring heldur nánast púra sápubragð. Jakk. Pakkanum hefur verið hent.

Og nei, ekki orðin góð, ég ætlaði að reyna að ná að kenna á morgun en ég er orðin ansi hreint svartsýn á það. Tæpast miðvikudaginn heldur, ég ætla EKKI að fara of snemma út núna og næla mér í lungnabólgu takk.

Mamma og pabbi komu færandi hendi með rafmagnshitapokann sem er þjóðnýttur í fjölskyldunni við svona skemmtileg tækifæri. Farin í bólið með hann.

Auglýsingar

12 Responses to “hvað er”


 1. 1 Lissy 2009-10-26 kl. 22:31

  Does that work? Sure sounds cozy!

 2. 2 hildigunnur 2009-10-26 kl. 22:46

  Yeah, it’s really nice 🙂

 3. 3 Kristín í París 2009-10-27 kl. 07:13

  Virkar penzímið ekki einu sinni?

 4. 4 hildigunnur 2009-10-27 kl. 08:02

  Kristín, bólgan er niðri í raddböndum, ekki venjuleg hálsbólga – penzímið náði ekki alla leið þangað niður. :/

 5. 5 baun 2009-10-27 kl. 16:45

  Það þarf nú varla að segja þér að fara sparlega með röddina þegar svona stendur á (best að þegja sem mest) og deyfandi hálstöflur geta verið varasamar. Efast reyndar um að deyfandi efni séu í svona „sáputöflum“. Góðan bata!

 6. 6 hildigunnur 2009-10-27 kl. 17:24

  Baun ég veit – strepsils er með deyfandi en ég hugsa ekki sáputöflurnar. Takk fyrir viðvörunina, einmitt út af þessu ætla ég helst ekki að fara að kenna fyrr en raddböndin eru farin að haga sér almennilega – of mikið undir…

 7. 7 vinur 2009-10-27 kl. 18:29

  Hefur þú látið sérfræðing kíkja á hálsinn/raddböndin? Farðu vel með þig. Kv. Gulla Hestnes

 8. 8 hildigunnur 2009-10-27 kl. 18:37

  Gulla nei, en ég veit alveg nákvæmlega hvað þetta er, hef fengið svona áður. Þögn er eina sem virkar.

 9. 9 ella 2009-10-28 kl. 21:39

  Amen á þetta síðasta. Æi gangi þér sem best, ég þekki þetta óþarflega vel.

 10. 10 hildigunnur 2009-10-28 kl. 22:11

  Ella já, var það ekki í fyrravetur sem þú fékkst svona raddbandadæmi? Hroðalega leiðinlegt!

 11. 11 ella 2009-10-29 kl. 23:02

  Febrúar 2008. Veit alveg af þessu enn ef ég er í álagi eins og til dæmis að spjalla við ömmustelpuna í bílferðum í útlöndum og slíku.

 12. 12 hildigunnur 2009-10-29 kl. 23:26

  Úffff! vona ég verði ekki alveg svona lengi…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,069 heimsóknir

dagatal

október 2009
S M F V F F S
« Sep   Nóv »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: