segið svo að

Facebook sé ekki snilld! Kvartaði yfir því áðan að það fékkst ekkert íbúfen eða önnur bólgueyðandi lyf í Lyfju þegar stelpurnar skutust fyrir mig þangað áðan. Eftir svona 3-4 mínútur var búið að redda málum, hefði getað sótt íbúfen á 4 staði – styst hér yfir í næsta hús.

Og mikið hrikalega er nú þægilegt að hafa unglinginn með bílpróf – ég lánaði henni bara bílinn í dag og hún fór fyrir mig í 2 sendiferðir í staðinn. Best. Þær báðar reyndar, fóru saman í Lyfjusendiferðina. Sem var reyndar vesen, Freyju fannst ég segja Lyfjaver í símann (reyni alltaf að versla þar ef ég get), þangað komnar var auðvitað lokað enda klukkan að verða hálfátta í kvöld, hringt í mömmu. Nei, Lyfja var það. Þangað komnar: Hringja aftur í mömmu. Sagðirðu stóran pakka eða sterkan pakka? Sterkan sagði ég. Komnar að kassanum: Ekki til íbúfen. Ég: Bara eitthvað bólgueyðandi. Komnar út: hringt einu sinni enn. Ekkert bólgueyðandi til. Ég: Ókei, komið þið heim að borða…

Auglýsingar

4 Responses to “segið svo að”


 1. 1 Lissy 2009-10-20 kl. 23:33

  Æ, ég bara finnst þetta svo leiðinlegt að heyra! Goða batna!

 2. 2 Harpa J 2009-10-21 kl. 09:56

  Góðan bata!

  Ég er farin að hlakka svolítið til þess að láta drenginn skutla mér og sendast fyrir mig. En ég kvíði líka pínu fyrir.

 3. 3 Jón Hafsteinn 2009-10-21 kl. 14:18

  Ég er að vísu einn af þeim sem finnst Facebook alls ekki vera snilld, en það er gott að hún er til einhvers nýt 😉

 4. 4 hildigunnur 2009-10-21 kl. 14:30

  Jón Hafsteinn, já ég hef reyndar lengi röflað yfir því að mér finnist Facebook engan veginn koma í staðinn fyrir bloggið, hrikalega yfirborðskennt mas þar oft á tíðum og gersamlega óþolandi öpp sem maður hefur ekki undan að fela, en þetta er gríðargott kynningartæki, maður nær til fullt af fólki og fær líka sjálfur bæði helling af ábendingum um skemmtilega hluti og vísanir á fínar greinar þannig að jú, snilld að mínu mati þó hún geti verið pirrandi líka.

  Harpa, hehe, maður venst furðu fljótt – ég er alveg steinhætt að vera stressuð við að láta unglinginn keyra…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,753 heimsóknir

dagatal

október 2009
S M F V F F S
« Sep   Nóv »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: