dagurinn

þungur en bráðskemmtilegur, æfingin í morgun gekk vonum framar, Dvorák verður bara fínn á morgun heyrist mér og nýju verkin mjög skemmtileg og spennandi. Sýningin fín, ég hafði svo prentað út nokkur eintök af lögum eftir mig og gaf söngkonunum í sýningunni, svona vegna þess að þetta var síðasta planaða sýningin hjá mér, vona nú að ég fái einhverjar fleiri samt.

Byrjaði að fá hálsbólgu í morgun, fór ekkert á röddina fyrr en núna í kvöld, ansi hreint góð tímasetning!

Alltaf þegar ég kíkti inn í smink og hár eftir ball voru allir uppteknir þannig að ég endaði bara á því að greiða úr draslinu og henda í mig gogg. Eins og ég er svo sem vön. Ekki vaninn að fara í greiðslur og förðun og læti fyrir árshátíðir eða þannig lagað – var reyndar aðeins meira máluð en venjulega þar sem ég tók sviðsfarðann bara ekkert af. Ágætt mál.

Mjög skemmtileg árshátíð bara, Freyr Eyjólfsson pwnaði Loga Bergmann sem var ekki nógu skemmtilegur síðast og meira að segja makar gátu hlegið að starfsmannavídjóinu, það er sko ekkert alltaf! Maturinn í Gullhömrum hörkugóður að vanda.

En svo tóku Ingó og Veðurguðirnir við (eða Reðurguðirnir eins og ég get svarið að ég heyrði Frey kynna), eitt tvö coverlög ágætlega gerð en þegar þegar þeir fóru að covera Traustan vin, frá Bjartmari fengum við nóg og fórum. Gerist það mikið verra?

Allavega gott að komast heim eftir veeerulega langan dag.

Svo bara mæta á morgun klukkan 5 (17:00) í Seltjarnarneskirkju, hlusta á tvo af efnilegustu blásaranemum okkar frumflytja glæný áhrifamikil verk eftir Óliver Kentish og síðan Nýi heimurinn eftir hlé.

Bóhl…

2 Responses to “dagurinn”


  1. 1 vælan 2009-10-18 kl. 12:34

    o ætli ég fái þig ekki til að taka allavega aðra sýninguna á laugardaginn.. soldið mikið að vera að sýna tvær daginn fyrir frummara..

  2. 2 hildigunnur 2009-10-18 kl. 12:40

    já, já, éskal, éskal 😀 😀 😀

    Maður verður nefnilega þreyttur, þó það sé synd að segja að þetta sé erfið vinna… Kvöldsýninguna þá?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 365,947 heimsóknir

dagatal

október 2009
S M F V F F S
« Sep   Nóv »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: