sérkennilegt

vandamál blasir við mér í dag.

Fyrst hljómsveitaræfing, frá 9:45 – 13:00. Ekkert sérkennilegt við það. Smá pása, þá Söngvaseiðssýning, mæting 14:00, sýning 15:00-17:45 (sirka). Þá er byrjað fyrirpartí fyrir árshátíð Samskipa, sem er haldin í kvöld. Sleppi nokkuð augljóslega megninu af því partíi, sæki Jón Lárus þangað og keyri í Gullhamra.

Vandamálið: Um miðja sýningu fæ ég ballgreiðslu, hárskraut og fínheit. Eftir svona 10 mínútur af sýningarballi er hárskrautið rifið úr og ég treð nunnuhabit yfir hárið.

Hvurn árann geri ég? reyni að fluffa hárið upp aftur eftir sýningu og fá skrautið lánað? (Hallveig, skila því fyrir þína sýningu á morgun :Þ). Þvo á mér hausinn eftir sýningu, henda framan í mig einhverju sparsli aftur og fara með hárið bara einhvern veginn á árshátíð?

Hversdagsvandamálin, maður minn…

Auglýsingar

9 Responses to “sérkennilegt”


 1. 1 Jón Lárus 2009-10-17 kl. 09:19

  Hversdagsvandamál? Mér sýnist að þetta sé nú mjög alvarlegt árshátíðarvandamál!

 2. 2 Gurrí 2009-10-17 kl. 09:28

  Hehehe, já, heilmikið vandamál.

 3. 3 vælan 2009-10-17 kl. 09:46

  biddu bara elskurnar í hárinu að græja þig eftir ballið, ef Þobbi er þá er hann bókað til í að slétta á þér hárið og gera eitthvað fínt, það er nógur tími og þú ert jú bara í nunnubúningnum eftir ball er þakki?

 4. 4 baun 2009-10-17 kl. 11:15

  aldrei lendi ég í svona…;-)

 5. 5 ella 2009-10-17 kl. 12:06

  Skil þig ákaflega vel. Held þú verðir bara að fá kveisu og hætta á undan hinum. (Sénsinn að maður myndi tíma slíku nokkurn tíma jafnvel þó að það kostaði hárgreiðslu).

 6. 6 hildigunnur 2009-10-17 kl. 13:11

  Hallveig, snilld, geri þetta 🙂

 7. 7 hildigunnur 2009-10-17 kl. 13:12

  og Ella, ónei! skemmtilegasti parturinn eftir hlé, brúðkaupið, og svo lokasenan æði líka. Þar fyrir utan er kveisa engin afsökun í pró leikhúsum, maður syngur bara með kveisu – stelpuskottið í fyrradag sem þurfti að hlaupa fram milli sena til að gubba, samsópran mín sem söng alla síðustu helgi með flensu, jamm.

 8. 8 ella 2009-10-17 kl. 14:01

  Sei sei, menn eru ekkert síður þrjóskir í áhugaleikhúsunum, halda áfram þrátt fyrir ítrekuð yfirlið, háan hita og allra handa önnur mein. Á einni sýningu þar sem ég var sýningarstjóri steinleið yfir stelpukrakka sem lék með okkur og kviknaði í rafmagnstöflu og ég veit ekki til að áhorfendur hafi neitt orðið varir við þetta, enda átti krakkinn að vera heilsulaus og deyja reyndar seinna í verkinu og þeir vissu heldur ekkert að það ætti að vera kveikt á vegglömpunum í tilteknu atriði. Ég kippti bara logandi tenglinum úr sambandi steinþegjandi og hljóðalaust og svo komu menn með skrúfjárn í hléinu :). Það eru til endalausar svona sögur. Allt fyrir listina!

 9. 9 hildigunnur 2009-10-18 kl. 00:02

  Ella ég efast sko ekkert um það, the show must go on – munurinn kannski áhuginn og eldmóðurinn á móti: þú VERÐUR! Man eftir einu skipti þegar við vorum að syngja með Íslenska dansflokknum, ein okkar var með slæma flensu og ætlaði að hringja sig inn veika en nei, hún skyldi svo bara gjöra svo vel að mæta, fárveik eður ei!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,078 heimsóknir

dagatal

október 2009
S M F V F F S
« Sep   Nóv »
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: